Fótbolti

Enginn í sögunni fengið hærri laun en Zlatan Ibrahimovic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Getty/Shaun Clark

Zlatan Ibrahimovic skrifaði nýverið undir nýjan samningi við bandaríska félagið Los Angeles Galaxy og nú er ljóst að um metsamning er að ræða.

Bandaríska blaðið LA Times segir að Zlatan sé nú orðinn launahæsti leikmaðurinn í sögu bandarísku MLS-deildarinnar.

Zlatan lækkaði um 90 prósent í launum þegar hann fór frá Manchester United til Los Angeles Galaxy.

Zlatan fékk 1,5 milljón dollara, um 179 milljónir íslenskra króna, fyrir 2018-tímabilið með Los Angeles Galaxy.Nú var bandaríska félagið tilbúið að bjóða honum mun hærri samning. Samkvæmt frétt  LA Times þá fær Zlatan Ibrahimovic 7,2 milljónir dollara fyrir 2019 tímabilið eða um 858 milljónir í íslenskum krónum.

Gamla launametið átti Brasilíumaðurinn Kaká sem fékk 7,167 milljónir dollara, um 300 þúsund minna en Zlatan, þegar hann spilaði fyrir Orlando City.

Hvert félag í MLS-deildinni má borga þremur leikmönnum laun sem telja ekki undir launaþakinu og þessir leikmenn fá oftar en ekki miklu hærri laun en aðrir leikmenn liðsins.Samningur Zlatan Ibrahimovic við Los Angeles Galaxy þýðir að einn af þeim Romain Alessandrini, Jonathan dos Santos eða Giovani dos Santos missir örugglega góðan samning.

Zlatan Ibrahimovic stóð sig frábærlega á sínu fyrsta tímabili með Los Angeles Galaxy þótt liðinu hafi ekki tekist að komast í úrslitakeppnina. Sænski framherjinn var með 22 mörk og 7 stoðsendingar í 27 leikjum í MLS-deildinni.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.