Fótbolti

Íslenska knattspyrnulandsliðið æfir í Katar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frederik Schram, markvörður íslenska liðsins.
Frederik Schram, markvörður íslenska liðsins. Mynd/Instagram/footballiceland

Karlalandsliðið í knattspyrnu er í Katar þessa dagana þar sem liðið æfir saman og mun síðan leika tvo vináttuleiki á næstu dögum.

Íslenska landsliðið mun spila báða leiki sína í Doha í Katar en sá fyrri er við Svíþjóð 11. janúar og sá síðari við Eistland 15. janúar.  

Leikmannahópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem eru á mála hjá félagsliðum á Norðurlöndunum og Íslandi. Sænska liðið lék gegn Finnlandi í vikunni og beið þar lægri hluti, 0-1.  

Knattspyrnusambandið gefur fólki tækifæri til að fylgjast með fréttum af liðinu í gegnum samfélagsmiðla KSÍ.  Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af æfingum liðsins.


 
 
 
 
View this post on Instagram
The perfect cross ... ? #fyririsland #footballskills
A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) on
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.