Þykir „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður við Panama-skjölin í nýrri Netflix-mynd Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2019 12:26 Sigurði Inga Jóhannssyni bregður fyrir í Netflix-mynd um Panama-skjölin. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“ Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að sér þyki „sárt og óþolandi“ að vera bendlaður Panama-skjölin í nýrri mynd Netflix sem heitir The Laundromat. Myndin, sem kom út um helgina, skartar Meryl Streep í aðalhlutverki en hún leikur konu sem flækist inn í vafasama starfsemi lögmannsstofunnar Mossack Fonsack. Fjallar myndin um það sem gerist í kjölfar Panama-lekans en eins og mörgum er eflaust í fersku minni var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í skjölunum. Í myndinni birtist skjáskot af frétt Time þar sem sagt er frá því að Sigmundur Davíð hafi sagt af sér sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi hafi tekið við af honum. Fyrirsögn fréttarinnar vísar í það að Sigurður Ingi hafi tekið við og mynd af honum birtist því með fréttinni. Engin mynd er hins vegar af Sigmundi Davíð. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sigurður Ingi að undanfarna daga hafi rignt yfir hann skeytum og símtölum með ábendingum um myndina The Laundromat. „Í henni er fjallað um Panama-skjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Svo illa vill til að í henni birtist mynd af mér þegar fjallað er um spillta þjóðarleiðtoga. Eins og fólki er eflaust í fersku minni þá var atburðarásin á þann veg að þegar upp komst um eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, í skattaskjólum Mossack Fonseca var hann knúinn til að segja af sér. Þetta voru erfiðir tímar í íslenskum stjórnmálum og Íslendingar fullir af réttlátri reiði og því mikil áskorun að setjast í stól forsætisráðherra. Síðan hef ég litið á það sem eitt helsta verkefni mitt og annarra stjórnmálamanna að efla traust í íslensku samfélagi og er sú ríkisstjórn sem nú situr við völd stórt skref í að skapa stöðugleika og mynda sátt í samfélaginu,“ segir Sigurður Ingi. Þá þakkar hann þeim sem hafa haft samband við hann fyrir þann hlýhug og það traust sem hann hafi fundið auk þess sem hann segir frá því að einhverjir hafi að eigin frumkvæði skrifað Netflix og „kvartað undan rangri framsetningu.“ Sigurður Ingi gerir svo falsfréttir að umtalsefni í tengslum við myndina þótt í frétt Time sem birtist á skjánum sé greint rétt frá staðreyndum: „Eins og mér þykir það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál í The Laundromat þá verður myndinni vart breytt úr þessu. Falsfréttir eru og verða vandamál á tækni- og upplýsingaöld. Það er áskorun fyrir fjölmiðlaheiminn og framleiðendur efnis að hafa sannleikann ávallt að leiðarljósi.“
Bíó og sjónvarp Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Panama-skjölin Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Sjá meira