Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinunnar Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 16:50 Frá Kópaskeri. FBL/Pjetur Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Laugardaginn 23. mars síðastliðinn hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 kílómetra suðvestur af Kópaskeri. Frá því að hrinan hófst hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir. Stærsti skjálfti hrinunnar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29. Fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er a.m.k. 1800 skjálftar frá því hún hófst. Nú í morgun, 28. mars klukkan 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0. Ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi jarðskjálftahrina muni hafa. Hrinan er öflugri og er nær byggð en nýlegar hrinur. Þekkt er að svona hrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar sem hafa áhrif í byggð. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar frá íbúum á Kópaskeri og í Kelduhverfi sem hafa fundið stærstu skjálftana. Það er því ástæða til þess að íbúar hugi að innanstokksmunum og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að huga að öryggi á heimilum sínum og vinnustöðum. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir alla jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Laugardaginn 23. mars síðastliðinn hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 kílómetra suðvestur af Kópaskeri. Frá því að hrinan hófst hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir. Stærsti skjálfti hrinunnar mældist í gærkvöldi 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29. Fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er a.m.k. 1800 skjálftar frá því hún hófst. Nú í morgun, 28. mars klukkan 05:48 mældist skjálfti 3,8 að stærð, annar skjálfti var í dag kl. 12:37 af stærð 3,0. Ekki hefur dregið úr skjálftavirkninni það sem af er liðið degi. Fjöldi misgengja er á þessu svæði og ómögulegt er að segja hvaða áhrif þessi jarðskjálftahrina muni hafa. Hrinan er öflugri og er nær byggð en nýlegar hrinur. Þekkt er að svona hrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar sem hafa áhrif í byggð. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar frá íbúum á Kópaskeri og í Kelduhverfi sem hafa fundið stærstu skjálftana. Það er því ástæða til þess að íbúar hugi að innanstokksmunum og geri aðrar viðeigandi ráðstafanir. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hvetja fólk sem býr á þekktum jarðskjálftasvæðum til þess að huga að öryggi á heimilum sínum og vinnustöðum. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra (www.almannavarnir.is) má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr tjóni og/eða slysum í jarðskjálfta. Sjá hér. Á vef Veðurstofunnar er hægt að senda inn tilkynningar hafi fólk fundið fyrir jarðskjálfta og sjá yfirlit yfir alla jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Norðurþing Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent