Skýrsla Mueller sögð yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2019 16:44 William Barr, dómsmálaráðherra, tók ákvörðun um að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Hann metur nú hvort að ritskoða þurfi hluta skýrslu Mueller. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að skýrslan sem Robert Mueller, sérstaki rannsakandinn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá, skilaði ráðuneytinu sé yfir þrjú hundruð blaðsíður að lengd. Óljóst er hversu stór hluti hennar verður gerður opinber. Mueller skilaði skýrslunni um rannsókn sína sem hann stýrði í tæp tvö ár til Williams Barr, dómsmálaráðherra, á laugardag. Barr afhenti Bandaríkjaþingi fjögurra blaðsíðan samantekt um niðurstöður Mueller á sunnudag. Að sögn Barr sýndi Mueller ekki fram á að forsetaframboð Trump hefði lagt á ráðin með útsendurum rússneskra stjórnvalda um að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir þremur árum. Mueller hafi ekki tekið ekki afstöðu til þess hvort að Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar. Barr og Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann, ákváðu að ekki væri ástæða til að ákæra forsetann fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Trump skipaði þá báða í embætti.New York Times segir að lengd skýrslunnar, sem Barr vék ekki að í samantekt sinni til þingsins, bendi til þess að Mueller hafi gengið mun lengra en lágmarkskröfur dómsmálaráðuneytisins um samantekt sérstakra rannsakenda kveði á um. Til samanburðar nefnir blaðið að lokaskýrsla sérstaka saksóknarans í Watergate-málinu hafi verið 62 blaðsíður. Mueller-skýrslan er þó nokkuð styttri en skýrsla Kenneth Starr sem rannsakaði Bill Clinton, fyrrverandi forseta, á 10. áratugnum. Þingmenn hafa enn ekki fengið aðgang að skýrslu Mueller. Dómsmálaráðherrann fer enn yfir hana og skoðar hvort hann telji ástæðu til þess að halda eftir hluta hennar sem ekki megi vera opinber. Hann hefur sagt að það taki vikur að fara yfir skýrsluna. Repúblikanar og Trump sjálfur hafa vísað til samantektar Barr og fullyrt að skýrsla Mueller sanni algert sakleysi forsetans. Demókratar krefjast þess aftur á móti að fá aðgang að skýrslunni í heild sinni og öllum þeim gögnum sem Mueller studdist við í rannsókn sinni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44 Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04 Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15 Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Segja Barr ekki vera hlutlausan og vilja opinbera skýrslu Mueller Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúdeild Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, segja nauðsynlegt að opinbera skýrslu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, um Rússarannsóknina svokölluðu í heild sinni. 24. mars 2019 23:44
Mueller hefur lokið Rússarannsókn sinni og ákærir ekki fleiri Búist er við því að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna staðfesti að hann hafi fengið rannsóknarskýrslu Roberts Mueller afhenta í dag. 22. mars 2019 21:04
Trump-liðar hyggja á hefndir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að komið hafi verið fram við hann af "illsku“ og að "fólkið“ sem hóf Rússarannsóknina svokölluðu hafi framið landráð. 26. mars 2019 12:15