Erlent

Komodoeyju lokað á næsta ári

Samúel Karl Ólason skrifar
Um 5,700 Komododrekar eru á Komodoeyju.
Um 5,700 Komododrekar eru á Komodoeyju. Vísir/Getty
Yfirvöld Indónesíu ætla sér að loka Komodoeyju alfarið á næsta ári. Þannig verður ferðamönnum né öðrum ekki gert kleift að skoða heimkynni Komododreka, stærstu eðla heimsins. Nota á næsta ár til að reyna að auka fjölda eðla og vernda kjörlendi þeirra.

Umræða um að takmarka fjölda ferðamanna sem fá að fara til eyjunnar hefur staðið yfir um nokkuð skeið. Hún stigmagnaðist þó verulega eftir að í ljós kom að smyglarar höfðu stolið 41 Komododrekum og selt þá á svörtum mörkuðum. Lögreglan upprætti smyglhringinn í mars.

Miðillinn Tempo í Indónesíu segir ákvörðunina um að loka eyjunni hafa verið tekna á fundi forsvarsmanna þjóðgarðs svæðisins og embættismanna á föstudaginn.UNESCO áætlar að um 5.700 drekar ráfi um eyjuna en þeir eru að meðaltali um tveir til þrír metrar að lengd og geta orðið allt að 90 kíló. Drekana má hvergi finna annars staðar en á Komodoeyju.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.