Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 20:58 Ragnar fagnar öðru marka sinna í kvöld. vísir/getty Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) - EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld. Raggi var frábær sem og allt liðið í kvöld. Ef sólin hefði ekki verið að þvælast fyrir þá hefði miðvörðurinn líklega skorað þrennu. Það var ekki veikan blett að finna í leik íslenska liðsins í kvöld sem sýndi að teitið er ekkert að klárast strax. Geggjuð frammistaða.Einkunnir Íslands:Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 7 Stóð fyrir sínu venju samkvæmt. Varði það sem hann átti að taka og var skynsamur í sínum aðgerðum.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður - 7 Mjög traustur og virkar nokkuð tilbúinn í byrjunarliðshlutverk. Lét þó lítil til sín taka fram á við.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 9 Gjörsamlega geggjaður. Tvö frábær mörk og var ekki fjarri miðvarðarþrennu. Át þess utan allt í vörninni. Maður leiksins.Kári Árnason, miðvörður - 8 Kári og Raggi eru bara eins og Halli og Laddi. Einstök tvenna sem nær ákaflega vel saman. Enn einn flotti leikurinn hjá Kára.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 7 Aftur mjög traustur, tók enga sénsa og gerði sitt. Rétt eins og Hjörtur lítið að fara fram.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - 8 Átti víst að vera meiddur en lék stórkostlega. Alltaf að búa til og síógnandi. Mikill kraftur í Jóa sem var gaman að sjá.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður - 8 Meiri orka í Aroni en oft áður og virðist njóta sín vel á miðjunni með Emil. Báðir virkilega góðir og ná vel saman.Emil Hallfreðsson, miðjumaður - 8 Emil var frábær á miðjunni eins og búast mátti við. Virkilega gott jafnvægi á íslenska liðinu með hann og Aron í vélarrýminu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 7 Í litlu leikformi en gefur allt sem hann á. Spilaði skynsamlega og komst í fínar stöður. Má vera sáttur með sitt.Gylfi Þór Sigurðsson, sóknarmaður - 9 Giftingargalsi í Gylfa sem hljóp eins og naut um allt. Gæðin láku af honum í öllu sem fyrr. Ómetanlegur.Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður - 8 Spilaði síðast 16. febrúar. Var ótrúlegur og gaf liðinu svo mikið. Djöflaðist út um allt, dró menn til sín og bjó til pláss fyrir aðra. Unaður að sjá hann aftur á toppnum.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn fyrir Jón Daða á 64. mín) 6 Ekki jafn beittur og í síðasta leik en gott að hann sé að fá mínútur.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Ara Frey á 69. mínútu) 6 Bætti litlu við en gaf ekki færi á sér.Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn fyrir Jóhann Berg á 80. mínútu) -
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41 Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Sjá meira
Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“ Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld. 11. júní 2019 20:41
Leik lokið: Ísland - Tyrkland 2-1 | Ragnar hetjan gegn Tyrkjum EM-draumur strákanna okkar lifir heldur betur góðu lífi eftir stórkostlegan sigur, 2-1, á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld. Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu og þeir sem héldu að partíið væri búið þurfa að skoða sín mál. 11. júní 2019 21:45