Það var glaður Ragnar Sigurðsson sem mætti í viðtöl eftir 2-1 sigur Íslands á Tyrkjum á Laugardalsvelli í kvöld en Ragnar skoraði bæði mörk Íslands í kvöld.
„Það er alltaf gaman að skora fyrir liðið. Þetta hefur aldrei gerst áður að ég skora tvö mörk í einum leik með landsliðinu þannig að þetta er bara gaman,“ sagði Ragnar við Eirík Stefán Ásgeirsson í leikslok.
Strákarnir virkuðu mjög gíraðir í kvöld en afhverju voru drengirnir svona vel mótiveraðir í kvöld?
„Við vissum nákvæmlega hvað við þurftum að gera. Við vorum agaðir og erum með tak á Tyrkjunum. Gameplanið gekk alveg upp.“
„Það er erfitt að fá á sig mark og við þurftum að halda haus út fyrri hálfleik. Síðan eru síðustu mínúturnar alltaf erfiðar í svona leikjum en við erum orðnir góðir í að klára svona leiki.“
Ragnar segir að sigrarnir tveir hefðu verið lífsnauðsynlegir fyrir íslenska liðið í baráttunni um sæti á EM 2020.
„Það var alveg nauðsynlegt. Þetta voru tveir skyldusigrar. Hefðum við ekki unnið þá, þá þyrftum við að elta svo þetta var alveg crucial.“
Hetjan Ragnar: Þetta hefur aldrei gerst áður
Tengdar fréttir

Twitter: „80 mínútur í Leifsstöð verða alltaf betri en 90 mínútur á Laugardalsvelli“
Það var glatt á hjalla á Twitter í kvöld.

Einkunnir Íslands: Markamaskínan Raggi Sig maður leiksins
Strákarnir okkar voru frábærir í kvöld en íþróttadeild ákvað að velja miðvörðinn og markamaskínuna Ragnar Sigurðsson sem mann leiksins í kvöld.