Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Birgir Olgeirsson skrifar 10. júní 2019 14:02 Hér sést maðurinn, sem virðist vera Belgi, reka þvottaburstann í áttina að fyrirliða tyrkneska liðsins. Vísir/Getty Aðdáendur tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu virðast vera búnir að hafa uppi á manninum sem rak þvottabursta framan í fyrirliða liðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Atvikið hefur reitt Tyrki til reiði sem hafa sett inn fjölda athugasemda við mynd á Facebook-síðu mannsins sem virðist vera frá Belgíu.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá þessu en svo virðist vera sem að þessi maður heiti Corentin Siamang. Leikmenn tyrkneska landsliðsins voru afar ósáttir þegar þeir komu úr öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í gær. Þegar þeir höfðu komist í gegnum hann tók við þeim fjöldi fjölmiðlamanna frá Tyrklandi sem leikmennirnir nýttu til að lýsa yfir óánægju sinni vegna þess hve langan tíma öryggisleitin tók.Sjá einnig: Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Siamang gekk inn í fjölmiðlahópinn vopnaður þvottabursta og þóttist taka viðtal við fyrirliða liðsins, Emre Belözoglu. Olli þetta mikilli reiði meðal Tyrkja sem töldu að þarna hefði verið á ferðinni íslenskur íþróttafréttamaður og herjuðu á alla slíka sem þeir fundu á Twitter. Aðdáendur tyrkneska liðsins virðast nú hafa fundið manninn sem er ansi líkur þeim sem var með þvottaburstann á Keflavíkurflugvelli. Hafa aðdáendurnir herjað á Facebook síðu Siamang í dag sem hefur brugðið á það ráð að takmarka aðgang að henni í kjölfarið. EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Aðdáendur tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu virðast vera búnir að hafa uppi á manninum sem rak þvottabursta framan í fyrirliða liðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Atvikið hefur reitt Tyrki til reiði sem hafa sett inn fjölda athugasemda við mynd á Facebook-síðu mannsins sem virðist vera frá Belgíu.Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá þessu en svo virðist vera sem að þessi maður heiti Corentin Siamang. Leikmenn tyrkneska landsliðsins voru afar ósáttir þegar þeir komu úr öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í gær. Þegar þeir höfðu komist í gegnum hann tók við þeim fjöldi fjölmiðlamanna frá Tyrklandi sem leikmennirnir nýttu til að lýsa yfir óánægju sinni vegna þess hve langan tíma öryggisleitin tók.Sjá einnig: Isavia segir raftæki og vökva hafa tafið öryggisleit tyrkneska liðsins Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019 Siamang gekk inn í fjölmiðlahópinn vopnaður þvottabursta og þóttist taka viðtal við fyrirliða liðsins, Emre Belözoglu. Olli þetta mikilli reiði meðal Tyrkja sem töldu að þarna hefði verið á ferðinni íslenskur íþróttafréttamaður og herjuðu á alla slíka sem þeir fundu á Twitter. Aðdáendur tyrkneska liðsins virðast nú hafa fundið manninn sem er ansi líkur þeim sem var með þvottaburstann á Keflavíkurflugvelli. Hafa aðdáendurnir herjað á Facebook síðu Siamang í dag sem hefur brugðið á það ráð að takmarka aðgang að henni í kjölfarið.
EM 2020 í fótbolta Keflavíkurflugvöllur Tyrkland Tengdar fréttir Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10 Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37 Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14 Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57 Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Segir viðbrögð tyrknesku leikmannanna við öryggisleit í Keflavík stórlega ýkt Íslenska landsliðið fór í gegnum sömu leit þegar það kom frá Tyrklandi. 10. júní 2019 10:10
Var heitt í hamsi á blaðamannafundi í Laugardalnum: „Er þetta af því við erum Tyrkland?“ KSÍ hélt blaðamannafund vegna leik Íslands og Tyrklands á Laugardalsvelli í morgun. 10. júní 2019 11:37
Utanríkisráðherra Tyrkja ósáttur við meðferð á tyrknesku leikmönnunum á Keflavíkurflugvelli Tyrknesku leikmennirnir þurftu að bíða í þrjá tíma við vegabréfaeftirlit og segjast hafa þurft að undirgangasta óþarflega ítarlega leit. 10. júní 2019 08:14
Minnti á að íslenska liðið hefði þurft að bíða lengi á flugvellinum í Konya Landsliðsfyrirliðinn og -þjálfarinn vildu lítið um burstamálið svokallaða segja. 10. júní 2019 10:57
Tyrknesk stjórnvöld kvörtuðu undan framkomu gagnvart tyrkneska liðinu í Keflavík Utanríkisráðuneytið með málið til skoðunar. 10. júní 2019 10:54
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30