Katrín leiðir framhald bótaviðræðna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 28. september 2019 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. Fréttablaðið/Ernir Engar fjárhæðir eru tilteknar í frumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er kveðið á um heimild ráðherra til að greiða hinum sýknuðu sanngirnisbætur. Í athugasemdum við frumvarpið segir að í viðræðum hafi verið rætt um heildarfjárhæð á bilinu 700 til 800 milljónir en fjárhæðin kunni þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samninga. Gert er ráð fyrir að viðræður eigi sér stað við hlutaðeigandi undir handleiðslu forsætisráðherra samhliða framlagningu frumvarpsins og umfjöllun um það á Alþingi. Heimild ráðherra til að semja um bætur á grundvelli frumvarpsins, verði það að lögum, fellur úr gildi 30. júní 2020. Í greinargerð er einnig vikið að öðrum atriðum sem lúta að uppgjöri málsins, úrbótum á löggjöf, fræðslu og vistun skjala hjá hinu opinbera. Þau atriði verði tekin til nánari skoðunar hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum. Miðað er við að bæturnar verði skattlausar. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur til þeirra fimm sem það tekur til byggja á sama grundvelli, það er bæði til þeirra þriggja sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra tveggja sem látnir eru. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur til eftirlifandi maka og barna í tilfelli þeirra sem látnir eru, skiptist jafnt þannig að sama fjárhæð komi í hlut hvers og eins. Þetta er breyting frá þeirri stefnu sem höfð var í samningaviðræðunum, þar sem miðað var við að fjárhæðir tækju mið af fjölda daga sem hver og einn sætti frelsissviptingu. Eins og fram hefur komið er kveðið á um það í greinargerð frumvarpsins að greiðsla bóta, samkvæmt frumvarpinu, hindri ekki að frekari bóta verði krafist fyrir dómstólum. Frumvarpið var afgreitt úr ríkisstjórn og úr þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og verður lagt fram á Alþingi í næstu viku. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Engar fjárhæðir eru tilteknar í frumvarpi forsætisráðherra um bætur til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í fyrra. Í frumvarpinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, er kveðið á um heimild ráðherra til að greiða hinum sýknuðu sanngirnisbætur. Í athugasemdum við frumvarpið segir að í viðræðum hafi verið rætt um heildarfjárhæð á bilinu 700 til 800 milljónir en fjárhæðin kunni þó að taka einhverjum breytingum eftir framgangi samninga. Gert er ráð fyrir að viðræður eigi sér stað við hlutaðeigandi undir handleiðslu forsætisráðherra samhliða framlagningu frumvarpsins og umfjöllun um það á Alþingi. Heimild ráðherra til að semja um bætur á grundvelli frumvarpsins, verði það að lögum, fellur úr gildi 30. júní 2020. Í greinargerð er einnig vikið að öðrum atriðum sem lúta að uppgjöri málsins, úrbótum á löggjöf, fræðslu og vistun skjala hjá hinu opinbera. Þau atriði verði tekin til nánari skoðunar hjá hlutaðeigandi stjórnvöldum. Miðað er við að bæturnar verði skattlausar. Samkvæmt frumvarpinu munu bætur til þeirra fimm sem það tekur til byggja á sama grundvelli, það er bæði til þeirra þriggja sem enn eru á lífi og aðstandenda þeirra tveggja sem látnir eru. Þá er gert ráð fyrir að greiðslur til eftirlifandi maka og barna í tilfelli þeirra sem látnir eru, skiptist jafnt þannig að sama fjárhæð komi í hlut hvers og eins. Þetta er breyting frá þeirri stefnu sem höfð var í samningaviðræðunum, þar sem miðað var við að fjárhæðir tækju mið af fjölda daga sem hver og einn sætti frelsissviptingu. Eins og fram hefur komið er kveðið á um það í greinargerð frumvarpsins að greiðsla bóta, samkvæmt frumvarpinu, hindri ekki að frekari bóta verði krafist fyrir dómstólum. Frumvarpið var afgreitt úr ríkisstjórn og úr þingflokkum stjórnarflokkanna í gær og verður lagt fram á Alþingi í næstu viku.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Stjórnsýsla Tengdar fréttir Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15 Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00 Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Útilokað að dagurinn marki þau tímamót sem við vildum Eitt ár er frá því Hæstiréttur kvað upp sýknudóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Aðstandandi Tryggva Rúnars Leifssonar bíður enn eftir úrbótum í kerfinu sem hann ræddi við forsætisráðherra í apríl. 27. september 2019 06:15
Katrín hafi gleymt Guðmundar- og Geirfinnsmálum og ekki sýnt þeim áhuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki átta sig á því hvers vegna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fyrir Alþingi frumvarp um greiðslu bóta til handa þeim sem voru sýknaðir í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálum fyrir sléttu ári síðan. 27. september 2019 09:00
Frumvarp um sanngirnisbætur lagt fram á Alþingi eftir helgi Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um sanngirnisbætur í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu var lagt fram og samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Í greinargerð með frumvarpinu er lögð fram bótafjárhæð sem samninganefnd hefur unnið með. 27. september 2019 22:00