Beðið fyrir stjórnmálamönnum í bændamessu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2019 12:00 Séra Önundur M. Björnsson, prestur sem hefur frumkvæði af bændamessunni í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Séra Önundur S. Björnsson, prestur í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð hefur boðað til bændamessu í dag. Hann segir að í messunni verði bændum þökkuð mataröflun og framleiðsla hreinustu og bestu afurða í heimi, og síðast en ekki síst verði beðið fyrir stjórnmálamönnum, sem stefni íslenskum landbúnaði í voða. Messan sem verður klukkan 13:00 er fyrst og fremst ætluð bændum og búaliði þar sem Séra Önundur ætlar að messa yfir bændum, auk þess sem Elvar Eyvindsson, bónda á Skíðbakka í Austur-Landeyjum verður ræðumaður dagsins. Séra Önundi þykir einstaklega vænt um bændur. „Það hefur vakið athygli mína hvað þessir menn og hvað þetta fólk vinnur myrkranna á milli við bústörf sín. Mér finnst bændur svolítið misskildir, bæði af hálfu stjórnvalda og jafnvel neytenda. Menn horfa á dýrar landbúnaðarvörur í verslunum og hugsa með sér, ja, það er naumast að bændurnir fái af þessu. Mergurinn málsins er sá að það eru einmitt milliliðirnir og smásalarnir, sem hirða allan arðinn af þessu, bændurnir fá sáralítið“, segir Önundur.Séra Önundur í myndatöku með biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.Magnús HlynurSéra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir. Önundur ætlar líka að minnast Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar úr Njálu í messunni. „Gunnar er nú sennilega frægasti bóndi hér um slóðir og þó víðar væri leitað“, segir Önundur. Landbúnaður Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Séra Önundur S. Björnsson, prestur í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð hefur boðað til bændamessu í dag. Hann segir að í messunni verði bændum þökkuð mataröflun og framleiðsla hreinustu og bestu afurða í heimi, og síðast en ekki síst verði beðið fyrir stjórnmálamönnum, sem stefni íslenskum landbúnaði í voða. Messan sem verður klukkan 13:00 er fyrst og fremst ætluð bændum og búaliði þar sem Séra Önundur ætlar að messa yfir bændum, auk þess sem Elvar Eyvindsson, bónda á Skíðbakka í Austur-Landeyjum verður ræðumaður dagsins. Séra Önundi þykir einstaklega vænt um bændur. „Það hefur vakið athygli mína hvað þessir menn og hvað þetta fólk vinnur myrkranna á milli við bústörf sín. Mér finnst bændur svolítið misskildir, bæði af hálfu stjórnvalda og jafnvel neytenda. Menn horfa á dýrar landbúnaðarvörur í verslunum og hugsa með sér, ja, það er naumast að bændurnir fái af þessu. Mergurinn málsins er sá að það eru einmitt milliliðirnir og smásalarnir, sem hirða allan arðinn af þessu, bændurnir fá sáralítið“, segir Önundur.Séra Önundur í myndatöku með biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur.Magnús HlynurSéra Önundur segist ætla að biðja fyrir stjórnmálamönnum landsins og þeirra stefnu, sem hann segir stefna íslenskum landbúnaði í voða verði leyft að flytja inn hrátt ófrosið kjöt inn til landsins eins og frumvarp sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra gerir ráð fyrir. Önundur ætlar líka að minnast Gunnars á Hlíðarenda og Hallgerðar úr Njálu í messunni. „Gunnar er nú sennilega frægasti bóndi hér um slóðir og þó víðar væri leitað“, segir Önundur.
Landbúnaður Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira