Áhyggjufull vegna fíkniefnavandans og krefur ráðherra um svör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2019 15:10 Inga Sæland lýsir þungum áhyggjum af fíkniefnavandanum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur. Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Inga Sæland, formaður flokks fólksins, hefur óskað eftir því að Alþingi taki sérstaka umræðu um fíkniefnavanda í landinu. Umræðan fer fram á þinginu síðdegis. Töluvert hefur verið fjallað um aukið magn fíkniefna í umferð á Íslandi og andlát tengd ofneyslu lyfseðilsskilda lyfja. „Við vitum að það er gríðarlegur faraldur, gríðarlegur innflutningur á fíkniefnum og mikill vöxtur í samfélaginu í fíknivandanum. Biðlistinn inn á Vog hefur lengst um hundrað manns. Nú eru tæplega 700 manns á biðlista,“ segir Inga. Henni líst ekkert á í hvað stefnir og óskar eftir svörum frá Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á þingi í dag.Hvað er á teikniborðinu? „Mig langar að vita hvað er í kortunum og teikniborðinu hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra, hvað er hún að gera í forvörnum? 174 einstaklingar eru dánir úr lyfjaeitrun á síðustu sex árum. 98 karlar og 76 konur. Það er í svo mörg horn að líta og mér finnst við ekki vera að standa okkur.“ Um þrjátíu kíló af kókaíni hafa verið haldlögð af yfirvöldum við innflutning til landsins það sem af er ári. Styrkleiki efnanna er meiri en áður eins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær. „Við erum komin á mjög vondan stað. Bæði hvað lítur að ótímabærum dauðsföllum og öllu þessu,“ segir Inga. „Við þurfum að byrgja fyrir brunninn áður en við dettum ofan í hann. Mér finnst við vera dottin ofan í hann, ég viðurkenni það.“ Hún segir ekki hægt að kenna heilbrigðisráðherra um.Ekki nýr vandi „Þetta er ekki vandi sem er að verða til í dag. Þetta er uppsafnaður vandi sem hefur fengið að grasserast í stjórnkerfinu til margra ára. Býst við að hún muni gera það sem hún getur.“ Inga hefur sjálf hugmyndir um hvað hún vildi sjá gert. „Ég myndi vilja sjá það þannig að við værum ekki með einn einasta einstakling á biðlista, fárveikur að biðja um hjálp. Ég myndi vilja að þegar þau koma út úr meðferð myndum við taka utan um þau hvort sem lítur að því að aðstoða þau við að komast inn á vinnumarkað eða búsettuúrræði. Þetta fólk lendir bara aftur númer 701 í röðinni, margir hverjir, og eru fastir.“ Inga segist ósátt við niðurskurð ríkisstjórnarinnar til löggæslu. Það þurfi að koma í veg fyrir innflutning en um leið leggja áherslu á forvarnir. Taka þurfi utan um fólkið sem lendi í fíkniefnavandanum og sýna viljann í verki. Umræðan hefst síðdegis klukkan korter í fjögur.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira