Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 00:36 Dansarar Hatara þau Ástrós Guðjónsdóttir, Andrean Sigurgeirsson og Sólbjört Sigurðardóttir. Vísir/Kolbeinn Tumi Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina. Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina.
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira