Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2019 21:00 Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is. Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is.
Heilbrigðismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira