Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2019 21:00 Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is. Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is.
Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira