Þúsundir vita ekki að þær séu arfberar ættgengs brjóstakrabbameinsgens Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. maí 2019 21:00 Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is. Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira
Ung kona sem missti móður sína úr brjóstakrabbameini af völdum Brakkagens ákvað að láta fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með genið. Hún var tuttugu og fimm ára þegar hún fór í aðgerðina og hafði þá beðið í fimm ár. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á slíkum aðgerðum að sögn brjóstaskurðlæknis. Tæplega eitt prósent Íslendinga bera hið svokallaða brakkagen en um 86 % líkur eru á að konur sem bera það fái krabbamein og þá eru karlar sem bera það einnig líklegri til að fá krabbamein einkum blöðruhálskrabbamein. Ef faðir eða móðir eru með genið eru um helmings líkur á að það erfist. Anna Kristrún Einarsdóttir er úr fjölskyldu þar sem genið hefur erfst milli ættliða en langamma hennar og afi létust úr brjóstakrabbameini, móðursystir hennar og móðir. Þá eru um ellefu í fjölskyldu hennar með staðfestingu á að þau séu með genið. Anna Kristrún Einarsdóttir lét fjarlægja brjóst sín eftir að hafa greinst með brakkagen. Hún á tvö börn og vildi með aðgerðinni vera viss um að geta verið sem lengst með þeim.Vísir/Baldur Hrafnkell JónssonAnna lofaði móður sinni á dánabeði að láta athuga hvort hún væri með genið og fékk að vita að hún væri með það fyrir sjö árum þegar hún var aðeins 19 ára gömul og var þá yngsta konan sem hafði fengið slíka vitneskju. „Ég valdi að fara í fyrirbyggjandi aðgerð og fór þegar ég var 25 ára í brjóstnám og var þá búin að eignast tvö börn. Fyrir mér var þetta mín leið til að tryggja að ég gæti verið hjá þeim sem lengst svo þyrftu ekki að ganga í gegnum það sama og ég missa jafnvel mömmu sína ung. Núna eru 11 ár síðan mamma lést og hún hefur misst af svo miklu, hún sá mig ekki útskrifast úr menntaskóla eða háskóla, hún sá ekki tengdason sinn og ekki barnabörnin sín þannig að ég ákvað að eignast börnin mín ung svo að ég gæti verið með þeim sem lengst og þau gætu haft mig sem lengst því ég vil ekki missa af neinu,“ segir Anna. Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir Klíníkinni Ármúla segir mikilvægt að taka sér langan tíma í að íhuga slíka aðgerð en konur með genið greinist sjaldan með brjóstakrabbamein fyrir þrítugt. Gríðarleg fjölgun hafi orðið á brjóstnámi hjá þeim konum sem hafi genið frá árinu 2015. „Fyrir 2015 vorum við kannski að gera svona tvær aðgerðir á ári en síðustu rúm tvö ár höfum við gert 30 aðgerðir og líklega hafa jafn margar aðgerðir verið gerðar á Landspítalanum á sama tíma,“ segir Kristján. Þetta kom fram á ráðstefnu Brakkasamtakanna í dag. Þar kom jafnframt fram að ennþá eru nokkur þúsund manns sem vita ekki að þeir eru arfberar brakkagensins en hægt er að nálgast þær upplýsingar á heimasíðunni arfgerd.is.
Heilbrigðismál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Sjá meira