Barnshafandi flóttakonur ný áskorun fyrir ljósmæður Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. maí 2019 13:27 Félagslegar aðstæður flóttakvenna og hælisleitenda eru oft ekki góðar, að mati yfirljósmóður á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún. Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Átta börn sem eiga foreldra sem eru með opna hælisumsókn hafa fæðst það sem af er ári en það eru jafn mörg börn og allt árið í fyrra samkvæmt upplýsingum Útlendingastofnunar. Yfirljósmóðir segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. Stundum fáist ekki túlkar og ljósmæður þurfi þá að notast við símatúlkun. Barneignir hafa ekki áhrif á hælisumsókn og fá hælisleitendur ekki sjálfkrafa vernd við fæðingu barns og barnið verður ekki íslenskur ríkisborgari þó að það fæðist hér. Barn sem fæðist á Íslandi fær ríkisfang móður samkvæmt íslenskum lögum. Þá hafa nokkrar konur sem hafa fengið stöðu flóttamanns fætt börn hér á landi og finna ljósmæður á Landspítalanum finna fyrir fjölgun í hópi barnshafandi kvenna sem hafa flúið heimalandið. Bryndís Ásta Bragadóttir, ljósmóðir á áhættumæðravernd, segir ljósmæður standa frammi fyrir nýjum áskorunum. „Það getur verið mikil áskorun að sinna þessum hópi fólks. Þær náttúrulega koma oft úr bágum aðstæðum og eru með mikil áföll að baki. Koma kannski frá stríðshrjáðum löndum og hafa dvalið í flóttamannabúðum,” segir hún. Ljósmæður þurfi því að huga sérstaklega vel að þeim. „Svo eru þær stundum ekki vel nærðar,“ segir hún.Koma til móts við trúarbrögð mæðranna Bryndís Ásta segir að oft reynist samskiptin erfið vegna tungumálaörðugleika. „Það er stundum erfitt að fá fólk sem talar þeirra tungumál og við verðum þá að notast við símatúlkun ef að við fáum ekki túlk. Þær eru oft einar og ekki vel staddar félagslega og hafa lítinn sem engan stuðning. Ég held að þær búi margar hverjar ekkert við góðar aðstæður á Íslandi,“ segir hún. Þá eigi sumar önnur börn fyrir sem sé oft vandamál. Sérstaklega yfir vetrartímann því þá er RS-veirubann á kvennadeildum spítalans sem þýðir að börn yngri en 12 ára megi ekki koma inn á deildirnar. „Það hefur reynst áskorun ef þessar konur eru með eldri systkini sem þarf bara að passa hreinlega á meðan þær eru í fæðingu eða mæðravernd,“ segir Bryndís Ásta. Konurnar eigi þó margar stuðningsaðila hjá Rauða krossinum sem hjálpi þeim oft mikið. Þá segir Bryndís Ásta menningarmuninn oft erfiðan. Hún nefnir dæmi um ramadanföstuna og þær sem eru með meðgöngusykursýki. „Þær vilja sinna sinni trú og fasta í tuttugu klukkutíma á sólahring. Þá þurfum við náttúrulega bara að aðlaga okkur þeirra trúarbrögðum og koma til móts við hverja og eina. Það getur verið áskorun,“ segir hún.
Börn og uppeldi Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent