Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. júlí 2019 06:30 Laila Matar, sérfræðingur í málefnum Filippseyja. Mannréttindavaktin Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Ályktun Íslands um stöðu mannréttinda á Filippseyjum var samþykkt í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í gær. Talið er að ríkisstjórn Duterte forseta hafi framið morð og önnur ódæði í nafni stríðs gegn eiturlyfjum. Fréttablaðið ræddi við Lailu Matar frá Noregi sem sér um málefni Filippseyja fyrir Mannréttindavaktina. „Þetta er aðeins fyrsta skrefið í átt að því að stjórn Duterte axli ábyrgð, en við höfum beðið lengi eftir því,“ segir Matar. „Fórnarlömb mannréttindabrota í landinu skipta þúsundum.“ Hvort Filippseyjar verði samvinnuþýðar varðandi þá rannsóknarvinnu sem samþykkt var að færi fram er óljóst að mati Matar. „Stjórn Duterte hefur sýnt gangverki Sameinuðu þjóðanna mikinn mótþróa. En við vonumst til að þessi ályktun knýi hana til þess að verða samvinnuþýðari.“ Samkvæmt ályktuninni verður staða mannréttindamála í landinu könnuð. Matar segir þó að hin móralska hlið sé ekki síður mikilvæg. Hún gefi fórnarlömbum, aðstandendum þeirra og öllu baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu von um að alþjóðasamfélagið sé að bregðast við. „Það er erfitt að segja,“ segir Matar þegar hún er spurð hvað hinum almenna Filippseyingi finnist um þetta. „Áróður stjórnarinnar er mikill og fólk þorir síður að tala gegn henni,“ segir Matar. „Hið svokallaða stríð gegn eiturlyfjum kemur verst niður á þeim fátækustu í landinu. Það er það sem er svo aðdáunarvert við ályktun Íslands. Hún gefur þessu fólki rödd.“ Stuðningur við ályktunina kom víðs vegar að úr heiminum, til dæmis rómönsku Ameríku og Austur-Asíu. Matar segir að þessi víðtæki stuðningur sendi mjög skýr skilaboð til stjórnvalda á Filippseyjum. „Ísland fór fram af miklu hugrekki þrátt fyrir að Filippseyjar hafi haft mun meira bolmagn á bak við sig og beitt því af fullri hörku innan Sameinuðu þjóðanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum í dag tillögu Íslands vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum með átján atkvæðum gegn fimmtán. 11. júlí 2019 11:03
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55