Hefur fengið fjölda líflátshótana eftir að hún sakaði Trump um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júlí 2019 23:04 E Jean Carroll segir Donald Trump hafa nauðgað henni um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Vísir/Getty E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Sjá meira
E Jean Carroll, pistlahöfundurinn sem nýlega steig fram með ásakanir þess efnis að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi nauðgað henni á tíunda áratug síðustu aldar, segist nú sofa með hlaðna skammbyssu í svefnherbergi sínu. Ástæðan er sá gríðarlegi fjöldi líflátshótana sem henni hafa borist frá netverjum hliðhollum forsetanum. Þetta upplýsir Caroll um í viðtali við Guardian, þar sem hún lýsir afleiðingum ákvörðunar sinnar um að stíga fram og segja frá ofbeldinu sem hún segir forsetann hafa beitt sig. Carroll segir hótanirnar sem henni hafa borist í kjölfar þess að hún tjáði sig um málið hafa verið svo margar að hún hafi neyðst til þess að hætta að fylgjast með samfélagsmiðlum og að hún svæfi nú í fyrsta sinn með hlaðna byssu í seilingarfjarlægð. Hún segir einnig að þó að hótanirnar séu margar þá berist henni einnig póstar frá konum sem vilji þakka henni fyrir hugrekki sitt „Póstpokinn er stór, ég get ekki einu byrjað að lýsa því. Það eru konur að senda mér sínar sögur, og það er stærsti þakklætisvotturinn sem ég get fengið.“ Carroll birti ásakanir sínar á hendur forsetanum í nýrri bók sinni, sem nefnist What Do We Need Men For? (Til hvers þurfum við karlmenn?). Þar lýsir hún því hvernig hún rakst á Trump í versluninni Bergdorf‘s á Manhattan síðla árs 1995 eða snemma árs 1996. Þau hafi spjallað um hríð og þegar Trump hafi reynt að fá hana til þess að máta nærföt sem til sölu voru í búðinni hafi hún stungið upp á því að hann mátaði þau frekar. Þau hafi farið saman inn í mátunarklefa og þar hafi hann ráðist á hana. Sjálf hefur Carroll forðast að nota hugtakið nauðgun yfir það sem hún segir hafa átt sér stað en kveðst þó sammála því að það falli vissulega undir lagalega skilgreiningu á nauðgun. Trump hefur alfarið hafnað ásökunum Carroll, líkt og öllum öðrum ásökunum á hendur honum um nokkurt misferli. Kveðst hann aldrei hafa þekkt Carroll þrátt fyrir að til sé ljósmynd af þeim tveimur ásamt þáverandi mökum í teiti árið 1987. Þá sagði forsetinn sér til varnar að Carroll væri ekki „hans týpa“ og gaf þannig í skyn að hann gæti ekki hafa nauðgað henni. Ásakanir Carroll á hendur forsetanum eru þær alvarlegustu sem fram hafa komið, en þó langt í frá þær fyrstu. Í gegn um tíðina hafa margar konur sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Sjá meira