Útvarpsstjóri fullur aðdáunar en óttaðist að Hatari myndi missa stjórnina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2019 00:56 Liðsmenn Hatara í Keflavík í kvöld, frá vinstri: Matthías Tryggvi, Andrean, Sólbjört, Einar Hrafn, Andri Hrafn og Karen Briem. Klemens og Ástrós eru í fremri röð. Gísli Berg Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Íslenski Eurovision hópurinn með sveitina Hatara í broddi fylkingar lenti á Keflavíkurflugvelli um ellefuleytið í kvöld. Hópurinn vaknaði á Dan Panorama hótelinu í Tel Aviv á sjöunda tímanum í morgun að staðartíma en flogið var til London um klukkan 10. Reyndar fékk hópurinn ekki blíðustu móttökurnar við brottför á flugvellinum í Tel Aviv að eigin mati. Greindi Einar Hrafn Stefánsson trommari frá því að starfsmenn á flugvellinum hefðu hreykt sér af því að raða Matthíasi Trggva Haraldssyni, Klemensi Hannigan og Einari Hrafni í verstu sætin í vélinni.Mikill rússíbani Eftir um sjö klukkustunda bið á Heathrow flugvellinum í London var svo flogið til Íslands þar sem vélin lenti um ellefu leytið. Hópurinn er fjölmennur því auk sexmenninganna á sviðinu fylgir teyminu dagskrárgerðarfólk RÚV, hönnuðir og aðstoðarfólk, kvikmyndatökulið sem vinnur að heimildarmynd um sveitina auk hinna ýmsu maka. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hélt stutta tölu við komuna í Leifsstöð. Þar sagði hann sveitina hafa spurt áleitinna spurninga, eins og ætti að gera. „Við vitum að þetta var mikill rússíbani. Þið voruð undir pressu úr öllum áttum. Við hérna heima fylgdumst með af aðdáun. Vorum óttaslegin að þið mynduð einhvern veginn missa stjórnina en þið hélduð henni,“ sagði Magnús Geir meðal annars við hljómsveitina sem fékk afhent blóm.Fáni Palestínu á lofti Athæfi Hatara að sýna fána Palestínu vakti mikla athygli í beinni sjónvarpsútsendingu á laugardaginn. Eftirmálar þess liggja ekki fyrir að svo stöddu. Felix Bergsson fararstjóri tjáði Vísi í gær að beðið væri þess að Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefðu samband. Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Ísland-Palestínu félagsins, var meðal þeirra sem var mættur með fána Palestínu og knúsaði liðsmenn Hatara í bak og fyrir. Haft er eftir Klemens Hannigan og Matthíasi Tryggva söngvurum í frétt RÚV í kvöld að þeir væru ánægðir með árangurinn og að hafa komið boðskap sínum á framfæri. Klemens hafi þó haft orð á því að mesta dagskrárvaldið hefði náðst hefði sveitin landað fyrsta sætinu, sem var markmið hennar.Að neðan má sjá viðtal við þá Klemens og Matthías frá því í gærkvöldi á hóteli íslenska teymisins í Tel Aviv.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira