Farþegaþotan sem brotlenti í Moskvu varð fyrir eldingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2019 20:38 Eldur kviknaði í þotunni þegar hún brotlenti. Sumum farþegunum tókst að koma sér út en aðrir sátu fastir í brennandi flakinu. Vísir/EPA Eldingu laust niður í rússneska farþegaþotu skömmu áður en hún brotlenti á flugvelli í Moskvu í síðasta mánuði. Rannsókn á slysinu sem varð 41 að bana leiddi einnig í ljós að þotan kom of hratt til lendingar og var þar að auki ofhlaðin. Farþegaþotan var á vegum rússneska flugfélagsins Aeroflot og var á leið frá Moskvu til Múrmansk með 73 farþega um borð auk fimm manna áhafnar. Eldur kviknaði í vélinni þegar hún brotlenti á Sjeremetjevó-flugvelli 5. maí. Rannsakendur slyssins nefndu ekki eina orsök þegar þeir greindu frá niðurstöðum sínum í dag. Þeir þurfi lengri tíma til að ljúka við lokaskýrslu sína, að því er segir í frétt Reuters. Eldingin olli því að það slökknaði á sjálfstýringu farþegaþotunnar. Skömmu síðar brást fjarskiptakerfi vélarinnar. Flugmennirnir virtust engu að síður ekki telja hættu á ferðum. Þeim tókst að tilkynna flugumferðarstjórn í gegnum neyðartíðni að þeir ætluðu að koma til lendingar. Þotan kom of hratt til lendingar og var þar að auki of þung. Rannsakendur segja að aðflug hennar hafi verið reikult. Þeir fundu þó ekki að flugmönnunum í bráðabirgðaniðurstöðum sínum. Slysið var annað mannskæða slysið með Suhkoi Superjet-farþegaþotunni á þeim níu árum frá því að tegundin var fyrst tekin í notkun. Superjet-vélin er sú fyrsta sem framleidd er í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Auk rannsóknar flugmálayfirvalda stendur yfir sakamálarannsókn á flugslysinu. Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Eldingu laust niður í rússneska farþegaþotu skömmu áður en hún brotlenti á flugvelli í Moskvu í síðasta mánuði. Rannsókn á slysinu sem varð 41 að bana leiddi einnig í ljós að þotan kom of hratt til lendingar og var þar að auki ofhlaðin. Farþegaþotan var á vegum rússneska flugfélagsins Aeroflot og var á leið frá Moskvu til Múrmansk með 73 farþega um borð auk fimm manna áhafnar. Eldur kviknaði í vélinni þegar hún brotlenti á Sjeremetjevó-flugvelli 5. maí. Rannsakendur slyssins nefndu ekki eina orsök þegar þeir greindu frá niðurstöðum sínum í dag. Þeir þurfi lengri tíma til að ljúka við lokaskýrslu sína, að því er segir í frétt Reuters. Eldingin olli því að það slökknaði á sjálfstýringu farþegaþotunnar. Skömmu síðar brást fjarskiptakerfi vélarinnar. Flugmennirnir virtust engu að síður ekki telja hættu á ferðum. Þeim tókst að tilkynna flugumferðarstjórn í gegnum neyðartíðni að þeir ætluðu að koma til lendingar. Þotan kom of hratt til lendingar og var þar að auki of þung. Rannsakendur segja að aðflug hennar hafi verið reikult. Þeir fundu þó ekki að flugmönnunum í bráðabirgðaniðurstöðum sínum. Slysið var annað mannskæða slysið með Suhkoi Superjet-farþegaþotunni á þeim níu árum frá því að tegundin var fyrst tekin í notkun. Superjet-vélin er sú fyrsta sem framleidd er í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Auk rannsóknar flugmálayfirvalda stendur yfir sakamálarannsókn á flugslysinu.
Fréttir af flugi Rússland Tengdar fréttir Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12 Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Ætla ekki að kyrrsetja Sukhoi-þoturnar eftir slysið í Moskvu Fjörutíu og einn fórst við harkalega nauðlendingu Sukhoi Superjet-farþegaþotu Aeroflot á Sjeremetjeveóflugvelli í Moskvu í gær. 6. maí 2019 16:12
Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti eftir að eldur kom upp um borð Rússnesk farþegaflugvél nauðlenti rétt í þessu á Sheremetyevo flugvelli í Moskvu eftir að eldur kom upp í farþegarými vélarinnar. 5. maí 2019 17:08