Staðfesta að þær hafi heyrt um meinta árás Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2019 12:06 E. Jean Carroll segir að Trump hafi þröngvað sér upp á sig í fataklefa í stórverslun í New York um miðjan tíunda áratuginn. AP/Craig Ruttle Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram opinberlega og staðfest að E. Jean Carroll, þekktur pistlahöfundur, hafi trúað þeim fyrir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ráðist á hana kynferðislega á 10. áratugnum. Forsetinn hefur fullyrt að hann þekki ekki Carroll og að hún ljúgi upp á hann. Carroll steig fram með sögu sína í væntanlegri bók sem New York-tímaritið birti útdrátt úr á föstudag. Þar lýsti hún því hvernig Trump á að hafa þröngvað sér upp á hana í fataklefa í stórversluninni Bergdorf Goodman annað hvort síðla árs 1995 eða snemma árs 2016. Í greininni sagðist hún hafa greint tveimur konum frá atvikinu á sínum tíma en nafngreindi þær ekki. Nú hefur hlaðvarp New York Times rætt við báðar konurnar sem staðfesta frásögn Carroll. Þær heita Carol Martin og Lisa Birnbach og voru báðar áberandi í fjölmiðlabransanum í New York á 10. áratugnum. Martin var fréttaþula og Birnbach rithöfundur sem hefur meðal annars skrifað fyrir New York Times í gegnum tíðina. Þær segjast báðar hafa haft kynni af Trump á þessum tíma. Birnbach segist hafa sagt Carroll að tilkynna lögreglunni um árásina. Martin réð henni aftur á móti frá því vegna þess að Trump væri of valdamikill. Carroll segir við New York Times að hún hafi á endanum ákveðið að þegja um atvikið þar sem hún kenndi sjálfri sér að hluta til um það. Segist ekki hafa verið nauðgað Sjálf vill Carroll ekki lýsa atvikinu sem nauðgun og telur sig ekki vera fórnarlamb. „Mér var ekki nauðgað. Eitthvað var ekki gert mér. Ég barðist,“ segir Carroll sem lýsir því í bókinni hvernig hún barði Trump af sér. „Hver kona fær að velja eigin orð. Hver kona fær að velja hvernig hún lýsir því. Þetta er mín leið til að orða það. Þetta er mitt orð. Mitt orð er barátta. Mitt orð er ekki fórnarlambsorðið,“ segir Carroll sem er þekkt sem pistlahöfundur tímaritsins Elle. Atvikið átti sér stað þegar Carroll og Trump voru bæði rúmlega fimmtug. Hún er nú 75 ára gömul og segist ekki hafa neinar væntingar um að saga hennar muni hafa áhrif. Á annan tug kvenna hefur stigið fram undir nafni og sakað Trump forseta um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Hann hefur neitað öllum ásökunum þrátt fyrir að hafa eitt sinn stært sig af því að ráðast á konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17
Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Aftur ver forseti Bandaríkjanna sig fyrir ásökunum um kynferðislegt ofbeldi með því að gera lítið úr ásakandanum. 25. júní 2019 08:02