Skipstjóri björgunarskipsins segir Evrópuþjóðir hafa engan áhuga á að leysa vandann Sylvía Hall skrifar 27. júní 2019 22:08 Carola Rackete, skipstjóri Sea-Watch 3, er harðorð í garð stjórnvalda í Evrópu. Vísir/Getty Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið. Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Carola Rackete, skipstjóri björgunarskipsins Sea-Watch 3, gagnrýnir stjórnvöld Evrópuþjóða fyrir aðgerðarleysi í málefnum flóttafólks og segir þau hafa engan áhuga á því að finna lausn á því ástandi sem nú ríkir. Reuters greinir frá. Rackate er 31 árs Þjóðverji og hefur vakið athygli í ítölskum fjölmiðlum fyrir starf sitt í þágu flóttafólks. Hún gagnrýndi ákvörðun innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, um að loka höfnum landsins fyrir skipum félagasamtaka sem aðstoða flóttafólk harðlega eftir að hann sagði slíka starfsemi nátengda mansali.Sjá einnig: Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Hún segist hafa reynt árangurslaust að koma á samstarfi við yfirvöld víða um álfuna, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Möltu og Frakkland. Þá hefur hún einnig falast eftir því að vinna með Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins án árangurs. „Það hefur verið gert alveg ljóst að enginn þessara leikmanna hefur nokkurn áhuga á því að finna lausn og það hefur alltaf verið við sem stígum skrefin,“ sagði Rackete sem segir þau hafa verið yfirgefin.42 um borð og engin lausn í sjónmáli Sea-Watch 3 er nú staðsett fyrir utan ítölsku eyjuna Lampedusa en Rackete ákvað að sigla í átt að ítölsku strandlengjunni eftir fjórtán daga á ballarhafi. Hún hafi tekið þá ákvörðun þar sem hún taldi ítölsk neyðarsiglingalög heimila það. Skipið hafði upphaflega sótt 53 flóttamenn við strendur Líbíu en ellefu hafa verið fjarlægðir af skipinu af ítölsku landhelgisgæslunni af heilsufarsástæðum. Talsmaður Sea-Watch, Giorgia Linardi, sagði á Twitter að skipið hefði reynt að komast að höfn en lögregla hefði stöðvað för þess og neyddist skipstjórinn því til að stöðva skipið við eyjuna. Hópur þingmanna stjórnarandstöðunnar hafa farið um borð í skipið og neita að fara í land fyrr en málið verði leyst. Þá hefur Evrópusambandið biðlað til stjórnvalda landsins að finna skjóta lausn fyrir flóttafólkið.
Flóttamenn Ítalía Tengdar fréttir Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Björgunarskip fullt af flóttafólki fór til Ítalíu þvert á tilmæli stjórnvalda Forsætisráðherra Ítalíu segir innflutning fólks ekki eiga að vera í höndum þeirra sem taka lögin í sínar hendur. 26. júní 2019 23:18