Skemmdarvargar herja á leikskóla í Árbæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 22:13 Aðkoman að leikskólanum var heldur ófrýnileg í morgun. Facebook/Guðlaug Kristindsdóttir Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira