Skora á fjölmiðlafyrirtæki að hagræða ekki í launum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 17:24 Hjálmar Jónsson formaður blaðamannafélags Íslands, Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ritstjóri Stundarinnar og Jón Trausti Reynisson ritstjóri og framkvæmdastjóri Stundarinnar skrifuðu undir kjarasamning síðdegis. Blaðamannafélag Íslands Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu síðdegis í dag undir kjarasamning. Hann er í öllum aðalatriðum eins og samningurinn sem gerður var við Birting og Kjarnann.Frá þessu er greint á vef Blaðamannafélagsins þar sem haft er eftir Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra Stundarinnar, að þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skori á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðmanna. Sem dæmi hafi Stundin takmarkað útgáfutíðni og reynt að halda yfirbyggingu og stjórnunarkostnaði í lágmarki. „Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi,“ segir Jón Trausti. Hann skoraði að lokum á stjórnvöld að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir réttarfarslega og fjárhagslega. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV og er svo komið að ráðist verður í fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á vefmiðlunum á morgun sem hefst klukkan tíu.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sú sem þetta skrifar. Kjaramál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands og Útgáfufélag Stundarinnar skrifuðu síðdegis í dag undir kjarasamning. Hann er í öllum aðalatriðum eins og samningurinn sem gerður var við Birting og Kjarnann.Frá þessu er greint á vef Blaðamannafélagsins þar sem haft er eftir Jóni Trausta Reynissyni, framkvæmdastjóra Stundarinnar, að þau Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skori á önnur fjölmiðlafyrirtæki að freista þess að hagræða með öðrum hætti en launum starfandi blaðmanna. Sem dæmi hafi Stundin takmarkað útgáfutíðni og reynt að halda yfirbyggingu og stjórnunarkostnaði í lágmarki. „Þó svo að fjölmiðlafyrirtæki eigi erfitt með að borga há laun er ýmislegt hægt að gera til þess að hindra atgervisflótta úr blaðamennsku. Það skiptir miklu máli fyrir allt samfélagið, því besta leiðin til að tryggja gagnsæi og gott upplýsingaflæði til almennings er að viðhalda sterkum kjarna af íslenskum fagblaðamönnum sem geta lifað fjárhagslega sjálfbæru lífi,“ segir Jón Trausti. Hann skoraði að lokum á stjórnvöld að tryggja að starfsaðstæður íslenskra fjölmiðla og blaðamanna nálgist aðrar norrænar þjóðir réttarfarslega og fjárhagslega. Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, Fréttablaðsins, Sýnar og RÚV og er svo komið að ráðist verður í fjögurra klukkustunda vinnustöðvun á vefmiðlunum á morgun sem hefst klukkan tíu.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sú sem þetta skrifar.
Kjaramál Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Sjá meira