Lionel Messi segist ekki vilja vera tekinn út af í leikjum, heldur vilji hann frekar byrja á bekknum.
Messi hefur áður neitað að fara af velli þegar það hefur átt að taka hann út af, jafnvel þegar lið hans eru að vinna með miklum mun.
„Mér líkar ekki að vera tekinn út af,“ sagði Messi við argentínska fjölmiðilinn TyC Sport.
„Ég vil frekar koma inn á af bekknum en að vera tekinn út af.“
„Ég segi það af því að mikið af leikjum klárast undir lokin, eða þá að þú færð meira pláss því andstæðingurinn er þreyttur.“
„Ég vil frekar koma inn á og njóta þess tíma heldur en að fara út af og missa af því besta.“
Messi verður í eldlínunni í kvöld þegar Barcelona mætir Real Valladolid í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.
Messi: Vil frekar koma inn af bekknum en vera tekinn út af
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn
