Liverpool búið með mun erfiðari leiki en Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2019 08:30 Mörk frá Mohamed Salah og Jordan Henderson tryggðu Liverpool endurkomusigur á móti Tottenham um síðustu helgi. Getty/Jan Kruger Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Það er ekki aðeins sex stiga forysta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur ástæðu til bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool. Með því að skoða leikjadagskrá Liverpool og Manchester City til þessa kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós. Eftir endurkomusigur á móti Tottenham á sunnudaginn er Liverpool áfram tveimur sigurleikjum á undan Englandsmeisturum Manchester City og þrátt fyrir að lítið sé búið af tímabilinu þá er Liverpool líklegt til að geta endað 30 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum á þessari leiktíð. Sex stiga forskot er gott veganesti í framhaldið en þá er líka gott fyrir liðið að Liverpool er þegar búið að spila við marga sterka mótherja á þessum fyrstu mánuðum tímabilsins. Það er ekki alveg hægt að segja það sama um Pep Guardiola og lærisveina hans í Manchester City sem hafa til þessa næstum því sloppið alveg við að mæta stóru liðum deildarinnar.“Indeed, with some symmetry, Liverpool are now level with Spurs for Kop-end penalties won since May 2017.”@paul_tomkins gives his thoughts on the Tottenham game, and also on exactly how difficult Liverpool’s start to 2019/20 has been https://t.co/OXLYo7WfQ9#LFC — The Tomkins Times (@thetomkinstimes) October 28, 2019 Liverpool er þegar búið að spila við Arsenal, Chelsea, Manchester United, Totteham og sjóðandi heitt lið Leicester City en Manchester City hefur aðeins mætt Tottenham af liðunum úr hópi þeirra sex stóru. Fyrir utan þennan eina leik á móti Tottenham þá er hæsta liðið í töflunni sem Manchester City hefur mætt, lið Crystal Palace. Palace er eins og er í sjötta sæti deildarinnar. Eins hafa Liverpool menn klárað fleiri ferðalög í Meistaradeildinni. Liverpool er búið að ferðast í tvo útileiki þar af annan þeirra á móti Napoli. Liverpool hefur ferðast til Tyrklands (Ofurbikar UEFA), Ítalíu og Belgíu á tímabilinu en City hefur aðeins einu sinni farið út fyrir England. Þegar litið er á mótherja og styrkleika þeirra þá hefur Liverpool mætt átta liðum úr hópi 21 bestu liða Evrópu samkvæmt Club ELO Index en City hefur aðeins mætt einu liði frá 1 til 21 á listanum. Samkvæmt þessu ætti Liverpool að eiga eftir auðveldari leiki en fótboltinn er nú þannig að enginn veit hvernig þetta allt þróast. Það sem er hins vegar ljóst að sex stiga forskot Liverpool virkar aðeins stærra í þessum samanburði.Mótherjar Liverpool í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: Norwich City - 19. sæti Southampton - 18. sæti Arsenal - 5. sæti Burnley - 13. sæti Newcastle United - 17. sæti Chelsea - 4. sæti Sheffield United - 8. sæti Leicester City - 3. sæti Manchester United - 7. sæti Tottenham 11. sætiMótherjar Manchester City í ensku úrvalsdeildinni 2019-20 og staða þeirra í töflunni: West Ham - 10. sæti Tottenham - 11. sæti Bournemouth - 9. sæti Brighton & Hove Albion - 14. sæti Norwich - 19. sæti Watford - 20. sæti Everton - 16. sæti Wolves - 12. sæti Crystal Palace - 6. sæti Aston Villa - 15. sæti
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira