Sætið undir Solskjær orðið ansi heitt Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 17:15 Ole Gunnar Solskjær reynir að lesa yfir miðjumanninum Andreas Pereira í Newcastle í gær.. Nordicphotos/Getty Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Annað árið í röð gæti það orðið banabiti knattspyrnustjóra Manchester United að tapa fyrir Liverpool, ef Ole Gunnar Solskjær verður þá treyst fyrir því að stýra liði Manchester United áfram eftir hörmungar undanfarinna vikna. Liðið tapaði fyrir Newcastle um helgina sem þýðir að Manchester United er fimmtán stigum á eftir toppliði Liverpool þegar átta umferðir eru búnar og virðist ekki geta keypt sér útisigur. Síðasti útisigur félagsins í keppnisleik kom í byrjun mars þegar United vann 3-1 sigur á PSG en síðan þá hefur liðið leikið ellefu leiki á útivelli og tapað sjö þeirra. Er það lengsta bið félagsins eftir sigri á útivelli í þrjá áratugi. Ekki er árangurinn á heimavelli mikið betri því í síðustu 22 leikjum hefur Manchester United aðeins unnið fimm leiki. Er þetta versta byrjun Manchester United í deildinni í 29 ár og er félagið aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Solskjær skrifaði undir samning og tók við liðinu til frambúðar stuttu eftir að hafa stýrt því til sigurs í mögnuðum leik gegn PSG í Meistaradeild Evrópu enda var byr í seglum Solskjærs. Hann bætti fjölmörg met yfir flesta sigurleiki nýráðins knattspyrnustjóra félagsins og í fyrstu tólf leikjunum var uppskera Manchester United 32 stig, fimm stigum meira en næsta lið náði. Eftir sigurinn í París fór að halla undan fæti og féll liðið úr leik í bikarnum og Meistaradeild Evrópu á næstu hindrun. Á sama tíma hrundi gengi liðsins í deildinni þar sem Manchester United fékk aðeins ellefu stig úr síðustu tíu leikjunum og hefur það gengi haldið áfram inn í nýtt tímabil. Stórsigur á Chelsea í fyrstu umferð skyggði á vandræðin á bak við tjöldin á Old Trafford. Félagið seldi frá sér tvo sóknarsinnaða leikmenn og setti það á herðar Marcus Rashford að sjá um markaskorun félagsins sem og táningsins Masons Greenwood. Varnarleikur liðsins hefur batnað með komu nýrra manna í varnarlínuna en sóknarleikur liðsins er fyrirsjáanlegur, staður og einfaldlega slakur. Solskjær tók við keflinu af Jose Mourinho rétt fyrir jól eftir neyðarlegt tap Manchester United. Ef Solskjær verður treyst fyrir verkefninu þegar Liverpool kemur í heimsókn gæti það orðið síðasta tækifæri hans.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira