Ótækt að læknar geti ekki samið um laun Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 06:15 Reynir Arngrímsson er formaður Læknafélags Íslands. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri eru meðal þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem þurfa lögum samkvæmt að fá jafnlaunavottun fyrir áramót. Reynir Arngrímsson, formaður Læknafé-lags Íslands, segir að læknar fagni því almennt að passað sé upp á að laun kynjanna séu jöfn, vandinn við kerfið sem Landspítalinn ætli að innleiða sé að í því sé ekki gert ráð fyrir læknum og þeirra menntun. Kerfið sé fengið frá breska heilbrigðiskerfinu, NHS, en þar nái það yfir annað starfsfólk, ekki lækna. Unnið sé að því innan spítalans að aðlaga það. „Grunnurinn í kerfinu er gallaður og hefur ekki verið lagaður við svokallaða aðlögun. Það kom fram við frumprófun, Landspítalinn hefur viðurkennt það. Kerfið ber þess augljós merki að enginn læknir hafi komið nálægt því. Sem dæmi, sérfræðilæknir með langa menntun að baki er metinn eins og hann sé með minni menntun en einhver með doktorspróf á öðru sviði,“ segir Reynir. Telur hann hættu á því að þar sem kerfið verði til frambúðar verði það notað til launaviðmiðunar í stofnanasamningum. „Það er ótækt að læknar fari inn í slíkt með skekkt virði okkar starfa og við getum ekki samið um okkar kaup, heldur sé það ákvarðað af mannauðsskrifstofu og vottunaraðila úti í bæ.“ Hafi hann talað fyrir innleiðingu annarra kerfa, sem aðrar heilbrigðisstofnanir séu að innleiða, en talað fyrir daufum eyrum. Varðandi kostnaðinn við kerfið segir Reynir það geta hlaupið á allt að hundrað milljónum króna. Miðar hann þá við vinnustundir sem fara í kerfið sjálft, við það megi svo bæta vinnutapi heilbrigðisstarfsfólks við að mæta á fundi og vinnuhópa vegna þess.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira