Kallaður „Helvítið“ og átti einu sinni heimsmet í hávaða Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:00 Það verða til rosaleg læti á Türk Telekom leikvanginum. Getty/Ulrik Pedersen Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti