Fá spurningarmerki hjá íslenska liðinu Hjörvar Ólafsson skrifar 7. september 2019 10:30 Verður Hannes í íslenska markinu í dag? vísir/getty Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mættu líklega til komandi leikja með nokkuð fastmótaðar hugmyndir um það hvernig þeir ætluðu að stilla byrjunarliðinu upp. Brotthvarf Jóhanns Berg Guðmundssonar setti svo strik í reikninginn og meiðsli Arnórs Sigurðssonar fækka kostunum í kantstöðunum enn frekar. Lífseigar eru þær vangaveltur hvort komið sé að því að gefa Rúnari Alex Rúnarssyni tækifæri í byrjunarliði liðsins og frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í leik Vals gegn ÍBV í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar gaf þeim umræðum byr undir báða vængi. Það er hins vegar gömul saga og ný að Hannes Þór er vanur því að standa sig í stykkinu með landsliðinu þrátt fyrir misjafna frammistöðu með félagsliðum sínum. Hannes Þór stóð sig óaðfinnanlega með íslenska liðinu þegar liðið hafði betur gegn Albaníu og Tyrklandi og heldur að öllum líkindum stöðu sinni á milli stanganna hjá liðinu í leiknum í dag. Eina spurningarmerkið í varnarlínunnni er svo hvort Ari Freyr, sem spilaði bæði á móti Albönum og Tyrkjum, eða Hörður Björgvin Magnússon, sem hafði átt fast sæti í liðinu fram að þeim leikjum, hefji leik í vinstri bakverðinum. Fjarvera Jóhanns Berg sem gerði gæfumuninn í sigrinum gegn Albaníu og lagði upp fyrra mark íslenska liðsins þegar liðið lagði Tyrkland að velli opnar pláss á öðrum vængnum. Arnór Ingvi Traustason hefur verið að spila vel með Malmö í Svíþjóð á keppnistímabilinu og kemur sterklega til greina í þessum leik. Þá hafa Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson, sem eru í grunninn miðjumenn, verið að leysa kantstöðuna hjá íslenska liðinu í þessari undankeppni. Albert Guðmundsson getur einnig leikið á kantinum vilji þjálfararnir auka sóknarkraftinn. Jón Daði Böðvarsson spilaði svo frábærlega í leiknum við Tyrkland og sú spilamennska gæti fleytt honum í framherjastöðuna. Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að spila meira og meira með hverri vikunni sem líður fyrir sænska liðið AIK. Þá hefur Viðar Örn Kjartansson verið í góðu formi fyrir Rubin Kazan í Rússlandi og gæti hlotið náð fyrir augum þjálfaranna.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira