Kristianstad komst upp í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Örebro í dag.
Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, er með 28 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Rosengård sem á leik til góða.
Svava Rós Guðmundsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad og lék allan leikinn. Sif Atladóttir lék ekki með Kristianstad í dag.
Varnarmaðurinn Therese Ivarsson skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 73. mínútu.
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 0-2 sigur á Berghofen í 2. umferð þýsku bikarkeppninnar.
Wolfsburg hefur orðið bikarmeistari fimm síðustu ár.
Kristianstad upp í 4. sætið | Wolfsburg áfram í bikarnum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn


„Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“
Enski boltinn


Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn


Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni
Íslenski boltinn