Koss David Beckham og sjö ára dóttur hans stal senunni á leik Englands í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2019 12:30 David Beckham og sjö ára dóttir hans, Harper Seven. Getty/Catherine Steenkeste/ David Beckham mætti á leik Englands og Noregs í gær en þjóðirnar mættust þá í Le Havre í átta liða úrslitum HM kvenna í knattspyrnu. David Beckham er einn fremst knattspyrnumaður Englendinga í sögunni og hann fór sjálfur nokkrum sinnum á HM með enska landsliðinu. Hann var meðal annars fyrirliði enska liðsins á HM 2002 og HM 2006 en í bæði skiptin datt enska landsliðið út í átta liða úrslitunum. Nú var Beckham mættur í stúkuna ásamt sjö ára dóttur sinni Harper Seven Beckham en hún er mikil fótboltaáhugakona. Þetta var skemmtilegur leikur fyrir stuðningsfólk enska landsliðsins því þær ensku höfðu mikla yfirburði á móti Noregi og tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM með 3-0 sigri. Sjónvarpsmyndavélarnar og ljósmyndararnir voru ekki lengi að finna Beckham í stúkunni enda einn af frægustu mönnum heims. Hann sat við hlið dóttur sinnar og móður sinnar, Söndru Georginu. David Beckham og Harper Seven skemmtu sér konunglega á leiknum og fögnuðu með öðrum stuðningsmönnum enska landsliðsins. Feðgin stálu síðan senunni þegar þau kysstust beint á munninn eins og sést hér á myndinni fyrir neðan.Feðginin kysstast í stúkunni.Getty/Catherine SteenkesteHarper Seven er ein af fjórum börnum David Beckham og Victoria Beckham en sú eina sem er enn að æfa fótbolta. Hún er fædd í Los Angeles í júlí 2011. David hefur talað sjálfur um það að hún sé nú hans eina von þegar kemur að halda Beckham nafninu á lofti inn á knattspyrnuvellinum. Allir bræður hennar Harper voru að æfa fótbolta en hafa nú snúið sér að öðru. Sá elsti, Brooklyn Beckham, var í sextán ára liði Arsenal en missti samninginn sinn eftir 2014-15 tímabili. Síðan þá hafa Brooklyn og Romeo farið að vinna sem fyrirsætur.Getty/Alex GrimmGetty/Zhizhao WuDavid Beckham var líka Söndru móður sína á leiknum.Getty/Catherine Steenkeste England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
David Beckham mætti á leik Englands og Noregs í gær en þjóðirnar mættust þá í Le Havre í átta liða úrslitum HM kvenna í knattspyrnu. David Beckham er einn fremst knattspyrnumaður Englendinga í sögunni og hann fór sjálfur nokkrum sinnum á HM með enska landsliðinu. Hann var meðal annars fyrirliði enska liðsins á HM 2002 og HM 2006 en í bæði skiptin datt enska landsliðið út í átta liða úrslitunum. Nú var Beckham mættur í stúkuna ásamt sjö ára dóttur sinni Harper Seven Beckham en hún er mikil fótboltaáhugakona. Þetta var skemmtilegur leikur fyrir stuðningsfólk enska landsliðsins því þær ensku höfðu mikla yfirburði á móti Noregi og tryggðu sér sæti í undanúrslitum HM með 3-0 sigri. Sjónvarpsmyndavélarnar og ljósmyndararnir voru ekki lengi að finna Beckham í stúkunni enda einn af frægustu mönnum heims. Hann sat við hlið dóttur sinnar og móður sinnar, Söndru Georginu. David Beckham og Harper Seven skemmtu sér konunglega á leiknum og fögnuðu með öðrum stuðningsmönnum enska landsliðsins. Feðgin stálu síðan senunni þegar þau kysstust beint á munninn eins og sést hér á myndinni fyrir neðan.Feðginin kysstast í stúkunni.Getty/Catherine SteenkesteHarper Seven er ein af fjórum börnum David Beckham og Victoria Beckham en sú eina sem er enn að æfa fótbolta. Hún er fædd í Los Angeles í júlí 2011. David hefur talað sjálfur um það að hún sé nú hans eina von þegar kemur að halda Beckham nafninu á lofti inn á knattspyrnuvellinum. Allir bræður hennar Harper voru að æfa fótbolta en hafa nú snúið sér að öðru. Sá elsti, Brooklyn Beckham, var í sextán ára liði Arsenal en missti samninginn sinn eftir 2014-15 tímabili. Síðan þá hafa Brooklyn og Romeo farið að vinna sem fyrirsætur.Getty/Alex GrimmGetty/Zhizhao WuDavid Beckham var líka Söndru móður sína á leiknum.Getty/Catherine Steenkeste
England HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira