Notaði Google Translate til að segjast ætla að sprengja spítalann Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júní 2019 11:12 Lögregla ræddi við manninn á slysadeild. Vísir/Hanna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á slysadeild um klukkan fimm síðdegis í gær vegna manns sem hafði, með aðstoð þýðingarforritsins Google Translate, gefið í skyn að hann ætlaði að sprengja spítalann. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum en hann hafi ekki viljað kannast við sprengjuhótunina. Ekki fást frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu og þá hefur ekki náðst í lögreglu vegna málsins í morgun. Þá var tilkynnt um nokkra menn sem áttu í deilum í bílastæðahúsi í miðbænum klukkan fimm í gær og var einn þeirra sagður vera með piparúða. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að nota piparúða á einn manninn. Enginn hlutaðeigandi vildi þó tjá sig um hvað hafði gerst eða þiggja aðstoð Um klukkan þrjú í nótt hafði lögregla svo afskipti af manni sem vann skemmdarverk á bráðamóttöku Landspítalans. Hann kvaðst vera ósáttur við biðina eftir þjónustu. Þá var tilkynnt um menn að slást við Kópavogslaug upp úr miðnætti. Lögreglan fór á staðinn og ræddi þar við einn aðilann sem greinilega hafði verið í slagsmálum, með blóðnasir og ber að ofan. Hann vildi þó lítið tjá sig um hvað hafði gerst. Um klukkan eitt eftir miðnætti var ökumaður handtekinn í Breiðholti grunaður um að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna. Síðar kom einnig í ljós að hann hafði að öllum líkindum tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Hann gistir fangageymslu. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í skóla í Árbænum um tíuleytið í gærkvöldi. Þar var m.a. búið að brjótast inn í vinnuskúr og aka gröfu um svæðið. Einnig hafði vörubifreið verið ekið á girðingu. Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á slysadeild um klukkan fimm síðdegis í gær vegna manns sem hafði, með aðstoð þýðingarforritsins Google Translate, gefið í skyn að hann ætlaði að sprengja spítalann. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögregla hafi haft afskipti af manninum en hann hafi ekki viljað kannast við sprengjuhótunina. Ekki fást frekari upplýsingar um málið í dagbók lögreglu og þá hefur ekki náðst í lögreglu vegna málsins í morgun. Þá var tilkynnt um nokkra menn sem áttu í deilum í bílastæðahúsi í miðbænum klukkan fimm í gær og var einn þeirra sagður vera með piparúða. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að nota piparúða á einn manninn. Enginn hlutaðeigandi vildi þó tjá sig um hvað hafði gerst eða þiggja aðstoð Um klukkan þrjú í nótt hafði lögregla svo afskipti af manni sem vann skemmdarverk á bráðamóttöku Landspítalans. Hann kvaðst vera ósáttur við biðina eftir þjónustu. Þá var tilkynnt um menn að slást við Kópavogslaug upp úr miðnætti. Lögreglan fór á staðinn og ræddi þar við einn aðilann sem greinilega hafði verið í slagsmálum, með blóðnasir og ber að ofan. Hann vildi þó lítið tjá sig um hvað hafði gerst. Um klukkan eitt eftir miðnætti var ökumaður handtekinn í Breiðholti grunaður um að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna. Síðar kom einnig í ljós að hann hafði að öllum líkindum tekið bifreiðina ófrjálsri hendi. Hann gistir fangageymslu. Þá var tilkynnt um skemmdarverk í skóla í Árbænum um tíuleytið í gærkvöldi. Þar var m.a. búið að brjótast inn í vinnuskúr og aka gröfu um svæðið. Einnig hafði vörubifreið verið ekið á girðingu.
Landspítalinn Lögreglumál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira