Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2019 12:45 Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri. Vísir/Egill Aðalsteinsson Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. Hagstofa Íslands birti tölur um greiddar gistinætur í morgun. Eins og áður segir munar mestu um samdrátt í heimagistingu eða Airbnb en samdrátturinn þar var 29 prósent milli ára. Þetta eru bein áhrif af gjaldþroti WOW air og virðist stór hluti ferðamanna sem flaug hingað til lands með WOW hafa nýtt sér Airbnb eða heimagistingu af öðru tagi. Samhliða samdrætti í heimagistingu var 5,2 prósent samdráttur á hótelum og gistiheimilum og 9,2 prósent fækkun á öðrum tegundum gististaða. Tölur um greiðslukortaveltu útlendinga hér á landi sýna hins vegar að samdrátturinn í eyðslu þeirra er minni en reikna mátti með eftir gjaldþrot WOW air. Kortavelta án flugs dróst saman um 13 prósent í maí þótt ferðamönnum hafi fækkað um 24 prósent á sama tíma. Þykir þetta vísbending um að farþegar WOW air hafi skilið eftir sig minni verðmæti hér á landi en farþegar annarra flugfélaga. Gjaldþrot WOW air virðist hafa verið minna högg fyrir ferðaþjónustuna en reikna mátti með við fyrstu sýn. Vísir/VilhelmÞeir sem koma verja hærri fjárhæðum Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri segir þótt fjöldi ferðamanna hafi dregist saman verji þeir ferðamenn sem áfram koma til landsins hærri fjárhæðum hér. „Það sem skiptir máli er heildin og útflutningstekjur vegna ferðaþjónustu eru að dragast saman en það sem er jákvætt er að þær eru ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Þeir ferðamenn sem koma eyða meiru hver og einn að meðaltali en þeir sem komu. Heildin er samt það sem skiptir máli fyrir okkur og þær ákvarðanir sem við erum að taka,“ segir Rannveig. Um þessar mundir er mikið framboð af íbúðum til sölu í póstnúmeri 101 sem voru áður í útleigu til ferðamanna gegnum Airbnb. Þetta styður þá ályktun að þeir ferðamenn sem hafi komið með WOW air hafi að miklu leyti verið tekjulægri ferðamenn sem hafi varið lægri fjárhæðum hér en þeir sem gista á hótelum. „Tölurnar benda til þess að eyðsla per ferðamann sé ekki að dragast saman eins mikið og fjöldi ferðamanna. Það er þá vísbending um að þeir ferðamenn sem hafa komið með WOW air hafi eytt minna að meðaltali en þeir ferðamenn sem koma til landsins í dag,“ segir Rannveig.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Seðlabankinn WOW Air Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent