Telur kjötskatt gott lýðheilsu- og loftslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. janúar 2019 18:30 Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir. Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum. Skatturinn þyrfti að vera hár til að hafa merkjanleg áhrif á neyslu fólks að mati kjötsala. Kjötneysla Íslendinga jókst um næstum 25 kíló á hvert mannsbarn frá árinu 1995 til 2015 og neytir meðal-Íslendingurinn nú næstum 90 kílóa af kjöti á hverju ári. Landlæknir hefur hins vegar ráðlagt fólki að neyta kjöts í hófi og að takmarka sérstaklega neyslu á unnum kjötvörum, sem taldar eru geta aukið líkurnar á ristilkrabbameini. Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum kemur jafnframt fram að losun frá íslenskum landbúnaði sé um 600.000 tonn CO2-ígilda, á ári - og að miðað við óbreytta framleiðslu séu margir þröskuldar á vegi þess að draga úr losun frá landbúnaði.Sjá einnig: Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingarAndrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er því þeirrar skoðunar að minni kjötneysla kynni að hafa margvísleg jákvæð áhrif í för með sér. Hann varpaði því fram á Facebook hvort rétt væri að reyna að hafa áhrif á eftirspurn eftir kjötvörum með því að auka opinberar álögur. „Ég sá breskan þingmann leggja til að tekinn yrði upp sérstakur kjötskattur, til að bregðast við áhrifum kjötframleiðslu á loftslagsmál. Mig langaði því að velta upp hvort við ættum að skoða þetta hér á landi, sem lið í því að bregðast við loftslagsbreytingum.“ Andrés segir að jafnframt mætti endurskoða núverandi fyrirkomulag landbúnaðarstyrkja til aðstoða bændur við að gera framleiðslu sína vistvænni. Þeir fjármunir sem safnast myndu með kjötskatti mætti einnig nota til að stuðla að grænni landbúnaði. „Hjá bændum hefur náttúrulega verið stefnt að því að koma með sterkari umhverfisáherslur í styrkjakerfið. Það er eitthvað sem forystumenn bænda eru mjög áfram um.“ Andrés segist jafnframt vona að við endurskoðun fyrrnefndrar loftslagsáætlunar verði litið til lausna eins og kjötskatts, til þess að auðvelda neytendum að velja umhverfisvænari framleiðslu. „Þetta væri neyslustýring í grunninn en svo væri auðvitað hægt að nýta þessa fjármuni til að skipta yfir í framleiðslu á vörum sem eru betri fyrir umhverfið út frá loftslagssjónarmiðum," segir Andrés. Kjötiðnaðarmeistarinn Geir Rúnar Birgisson efast þó um að skattur sem þessi myndi gjörbreyta kjötneyslu fólks. Smávægilegar verðbreytingar hafi alla jafna ekki mikil áhrif á eftirspurn og því þyrfti hækkun kjötverðs að vera há, ef henni er ætlað að draga úr eftirspurn. „Hún þyrfti að vera umtalsverð. Ég myndi skjóta á hátt í 20, 30 prósent svo að það fari að hafa þau áhrif að fólk fari að neita sér um kjöt," segir Geir.
Heilbrigðismál Landbúnaður Loftslagsmál Skattar og tollar Tengdar fréttir Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Þarf að margfalda aðgerðir í loftslagsmálum Nauðsynlegt er að fimmfalda aðgerðir í loftslagsmálum til þess að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5 gráða og þrefalda til þess að halda henni innan tveggja gráða. 28. nóvember 2018 08:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30