Nota göturnar eins og „skíðasvigbraut í Bláfjöllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2019 10:56 Það kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Egill Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri. Samgöngur Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Umferðin gekk afar hægt á höfuðborgarsvæðinu í morgun, líkt og undanfarna daga, en að sögn yfirlögregluþjóns hjá umferðardeild er svigakstur ökumanna sem reyna að komast fram fyrir röðina einna hvimleiðastur þegar færðin er þung. Þá hefur borið á seinkunum á strætisvagnaferðum en farþegar á leið 15 úr Vesturbæ þurftu að bíða í nær fjörutíu mínútur eftir vagni á níunda tímanum.Engar tilkynningar þrátt fyrir tafir Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir í samtali við Vísi að margir samverkandi þættir valdi iðulega seinkunum sem þessum. Mikill snjór og umferðarteppa í efri byggðum hafi til dæmis áhrif á leiðarkerfi um alla borg. „Snjórinn og færðin hægir á öllu, maður sér það alveg. Þetta verður allt miklu, miklu þyngra þannig að við þurfum að biðja alla í umferðinni að sýna þolinmæði og gefa sér extra tíma því þetta gengur allt hægar á svona dögum,“ segir Guðmundur. „Heilt yfir, í dag og í gær, eru seinkanir mjög algengar. Sérstaklega á annatímanum. Við hvetjum fólk til að nýta sér tæknina þegar það fer út og fylgjast með bílnum í rauntíma, því það eru góðar líkur á því að áætlun sumra leiða eigi eftir að raskast svolítið. Sérstaklega þegar við erum ekki með forgang eins og í Mosfellsbæ og Grafarvogi.“ Þá tekur Guðmundur undir það að betur mætti huga að tilkynningum um tafir á höfuðborgarsvæðinu en engar slíkar hafa verið birtar á miðlum Strætó það sem af er morgni, þrátt fyrir töluverðar seinkanir á leiðum.Viðbúið er að einhverjar tafir verði á ferðum strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/vilhelmSvigaksturinn hvimleiðastur Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að umferðin í morgun hafi verið svipuð og undanfarna daga: mjög hæg. Engin slys hafi þó orðið í snjónum í morgun. „Það sem er hvimleiðast eru þeir ökumenn sem eru óþolinmóðari en aðrir og stunda svigakstur á akreinum, líkt og þeir væru á skíðasvigbraut í Bláfjöllum, og það veldur óþægindum. Það er samt vitað að þeir komast ekkert fyrr í endamarkið, þeir stoppa bara á næstu ljósum og bíða eins og aðrir. Þetta er hvimleiður akstur og óþarfaakstur miðað við þessar aðstæður.“ Rigningin á morgun stoppar stutt Áfram verður vetrarlegt á landinu í dag. Á morgun nálgast svo lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, og því er von á rigningu við suðurströndina. Hlýindin standa þó stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri.
Samgöngur Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira