Klóna hunda og ketti í hundraðatali í Texas Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. nóvember 2019 08:30 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51