Klóna hunda og ketti í hundraðatali í Texas Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 5. nóvember 2019 08:30 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Mörg hundruð manns hafa tekið á það ráð að láta klóna gæludýrin sín líkt og Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú. Lauren Aston, hjá ViaGEn Pets, segir eftirspurn eftir klónun gæludýra vera að aukast.Eftirspurnin er slík að fólk þarf að skrá sig á biðlista,“ segir Lauren Ashton, skrifstofu- og markaðsstjóri ViaGen Pets í Texas. Fyrirtækið sérhæfir sig í klónun hesta og gæludýra og hefur frá stofnun klónað fjölda hunda, katta og hesta ásamt því að varðveita DNA-sýni úr dýrum sem fólk hyggst láta klóna í framtíðinni. Nýlega klónaði fyrirtækið hundinn Sám en hann var gæludýr Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrúr Íslands. Hinn klónaði hundur Samson fæddist 25. október síðastliðinn. „Við höfum framleitt þúsundir af bæði hestum og búfénaði síðan árið 2001 og frá því árið 2015 höfum við klónað hundruð hvolpa og kettlinga,“ segir Lauren og bætir við að fjöldi þeirra sem leiti til fyrirtækisins hafi aukist jafnt og þétt frá því að hafist var handa við að klóna gæludýr. Þegar dýr eru klónuð eru frumur myndaðar úr erfðaefni dýrsins sem skal klóna og fósturvísi sem myndaður er úr frumunum komið fyrir í staðgöngumóður. Klónið ber því sama erfðamengi og fyrirmyndin og verður því líkt og eineggja tvíburi þess í útliti. Aðspurð að því hvort persónuleiki klónsins verði líkur persónuleika fyrirmyndarinnar segir Lauren að þar spili fleiri þættir inn í. „Við eigum margt ólært þegar kemur að persónuleika og skapgerð klóna og því hvaða áhrif erfðir og umhverfið hefur þar á. En viðskiptavinir okkar hafa sagt okkur sögur af því að klónuðu gæludýrin þeirra sýni mikið af persónuleikaeinkennum erfðagjafans,“ segir hún. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr ýmsum áttum um klónun dýra og spyrja margir sig að því hvort það sé siðferðislega rétt að klóna dýr. „Það eru margir andvígir því að stunduð sé hvers konar endursköpun á gæludýrum í ljósi þess að til er fjöldi af dýrum sem vantar heimili. Við gerum okkur fulla grein fyrir þeirri stöðu og styðjum við dýraathvörf og ættleiðingu dýra eftir fremsta megni. Hins vegar hittum við marga sem þrá að njóta lífsins með eineggja tvíbura gæludýrsins sem skipti þá svo miklu máli og tæknin gerir þeim það mögulegt,“ segir Lauren. „Það er erfitt að koma orðum yfir gleðina sem viðskiptavinir okkar sýna þegar þeir fá nýju kettlingana sína og hvolpana í fangið. Við fáum svo að fylgjast áfram með stórum hluta þeirra og það er yndislegt að sjá hamingjuna sem dýrin færa eigendum sínum,“ segir Lauren.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Dýr Tækni Tengdar fréttir Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51 Klónunarferli Sáms hafið Gæti litið dagsins ljós þrettánda maí næstkomandi. 19. mars 2019 08:42 Klón Sáms komið í heiminn Dorrit Moussaieff lét klóna hundinn sinn Sám. 28. október 2019 22:45 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Dorrit segir að hún gerii sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. 29. október 2019 17:51