Sjötíu handteknir í alþjóðlegri aðgerð gegn barnamansali Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 13:43 Íslenska lögreglan tók þátt í aðgerðunum. Vísir/vilhelm Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Lögregla á Íslandi tók þátt í samevrópskum aðgerðum Europol gegn mansali á börnum í júní síðastliðnum. Sjötíu voru handteknir í aðgerðunum, sem lögregla í Bretlandi fór fyrir. Enginn var þó handtekinn á Íslandi en hlutur íslensku lögreglunnar fólst aðallega í auknu eftirliti. Í tilkynningu frá Europol segir að sextán lönd Evrópusambandsins, auk Íslands og Sviss, hafi staðið að handtökunum. Aðgerðirnar beindust gegn mansali á börnum, sem lýtur bæði að kynlífs- og vinnuþrælkun. Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðunum ræddu við yfir 127 þúsund einstaklinga, skoðuðu yfir 63 þúsund farartæki og heimsóttu á annað þúsund staði, þar á meðal hafnir, flugvelli og landamærahlið, við rannsóknina. Alls 34 voru handteknir vegna gruns um mansal og 36 handteknir til viðbótar fyrir aðra glæpi á borð við rán, dreifingu á barnaklámi og að stuðla að ólöglegum fólksflutningum milli landa. Þá bar lögregla kennsl á 206 ætluð fórnarlömb, þar af voru 53 undir lögaldri. 31 mansalsmál er nú til skoðunar í þátttökulöndunum eftir að ráðist var í aðgerðirnar. Auk Íslands tóku eftirfarandi lönd þátt í umræddum aðgerðum: Austurríki, Belgía, Búlgaría, Króatía, Þýskaland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Holland, Portúgal, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Sviss og Bretland. Lögregluyfirvöld í hinu síðastnefnda leiddu aðgerðina, eins og áður sagði. Ekki er frekar greint frá aðkomu lögreglu í hverju landi fyrir sig í tilkynningu Europol og þá liggur ekki fyrir hvort einhverjir hinna grunuðu hafi verið handteknir á Íslandi.Fréttin var uppfærð klukkan 17:05.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira