Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Pálmi Kormákur skrifar 17. júní 2019 09:00 Þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við óttast ekki að þurfa sitja í þessum sal í allt sumar. Þinglok eru þó enn ekki ákveðin. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokks Vinstri grænna, segist vera lélegur í sumarfríum og að plön hans snúist aðallega um að hafa nóg að gera svo hann verði ekki eirðarlaus. „Í sumar ætla ég að hjálpa vinafólki í Berufirði í júlí, dytta að sumarbústað með fjölskyldunni og undirbúa mig fyrir vinnu að orkustefnu fyrir Ísland og endurskoðun á lögum um mat á umhverfisáhrifum.“ Það eina sem gæti riðlast sé vinnuferð til Svíþjóðar. „Reyndar ætla ég að vera nokkrum dögum lengur þar, dvelja í kofa við eitthvert vatn og ljóstillífa. Ég myndi reyna að finna sjálfan mig, ef ég vissi ekki að lífið snýst ekki um að finna sjálfan sig heldur að skapa sjálfan sig.“ Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vonar að áætlað sumarfrí hennar riðlist ekki vegna þrátta um þinglok og hyggst elta eina dóttur sína sem er að spila með unglingalandsliði Íslands í körfubolta. „Við förum á Norðurlandamót í Finnlandi og svo á Evrópumót strax í kjölfarið í Makedóníu. ÁFRAM ÍSLAND!“ Inga Sæland, varaformaður Flokks fólksins, segist ekki hafa neitt planað með sumarfríið sitt, en að hana langi að hafa það kósý og sinna hlutum sem þarf að gera á heimilinu. Þingmennirnir þrír eru allir sammála um að Miðflokksmenn hafi ekki af þeim sumarfríið og Helga Vala segir þá munu fyrst finna til tevatnsins ef svo skyldi verða. Aðspurð hvernig betur mætti koma í veg fyrir að þinglokum sé frestað nánast hver einustu jól og hvert einasta sumar segir Inga að málum þurfi að koma fljótt og skilmerkilega inn í nefndir. „Það hefur hins vegar borið við að stjórnarfrumvörp eru að berast inn í þinglega meðferð á lokametrum þingsins. Þannig lendum við oft í þessu tímahraki og um leið verður umræðan og meðferð málanna ekki eins vönduð og ella.“ Helga Vala segir mega koma í veg fyrir seinkanirnar með agaðri vinnubrögðum og er að því er virðist sammála Ingu Sæland og segir suma ráðherra demba iðulega inn þingmálum allt of seint, þrátt fyrir skýran tímafrest. „Þetta er ósiður sem mætti vel leggja niður.“ Kolbeinn vill meina að hlutirnir hafi reyndar gengið ágætlega upp að undanförnu en bætir við að aðrir verði að finna út úr því. „Ég mæti bara þegar mér er sagt að mæta.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29