Ójafnt skipt eftir því hvar sjúkir eiga heima Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Það er mun kostnaðarsamara fyrir fólk að greinast með krabbamein ef það býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Það er mun kostnaðarsamara fyrir fólk að greinast með krabbamein ef það býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður sem fer í ferðalög er aðeins að hluta til greiddur af sjúkratryggingum sem veldur því að fjárhagsáhyggjur leggjast ofan á áhyggjur af veikindum. Linda Sæberg Þorgeirsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í desember síðastliðnum og þarf á þriggja vikna fresti að undirgangast erfiða lyfjameðferð en aðeins brot af meðferðinni getur hún tekið í heimabyggð. Linda býr ásamt fjölskyldu sinni á Egilsstöðum. „Frá því ég greindist erum við búin að leggja um 1.300 þúsund í kostnað vegna krabbameinsins og aðeins hluta þess fáum við endurgreiddan,“ segir Linda. „Ég þarf að taka börnin mín með mér þar sem ég hef ekki stuðningsnet til að taka við þeim því ég þarf að vera frá í fimm daga. Ég fæ aðeins greitt fyrir sjálfa mig og aðstoðarmann sem er maðurinn minn. Hins vegar verður hann fyrir miklu tekjutapi í þessum veikindum sem við fáum ekki greitt.“Dapur veruleiki Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir það ólíku saman að jafna að greinast með krabbamein á landsbyggðinni og í höfuðborginni. Veruleikinn sem við búum við sé á þann veg að sérhæfða heilbrigðisþjónustu er aðeins hægt að fá á tiltölulega fáum stöðum hér á landi. 'Það liggur í hlutarins eðli að það er meiri pakki þegar fólk þarf að fara af heimilinu og vera í burtu. Bæði er það fjárhagslega erfiðara en líka verður félagslega meira álag á alla. Að einhverju leyti er þetta veruleikinn sem við búum við. Það er þannig að það geta ekki allir fengið krabbameinsmeðferð í heimabyggð vegna fámennis. Hins vegar hefur það aukist að verið er að gefa meðferðir víða um land með öflugum stuðningi frá Landspítala. Það hefur breytt myndinni gagnvart einhverjum en alls ekki gagnvart öllum.“Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ÍslandsInga Rún Sigfúsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Austurlands, segir það vera meira mál að greinast úti á landi. „Já, það er það eins og staðan er í dag en við hjá Krabbameinsfélaginu reynum allt til að standa við bakið á okkar fólki,“ segir Inga Rún. „Hins vegar er það þungt að þurfa að sækja þjónustu til höfuðborgarinnar og mikil útgjöld samfara því að vera fjarri heimili sínu.“ Linda Sæberg segir að samtöl við Sjúkratryggingar Íslands og Flugfélag Íslands hafi ekki hjálpað til við að koma til móts við fjölskylduna. „Það að veikjast úti á landi er allt annar pakki en ef við byggjum í námunda við höfuðborgina. Við þurfum að taka fjölskylduna og pakka henni ofan í tösku. Það er ekkert val að fara til Reykjavíkur heldur þarf ég að fara,“ segir Linda. „Einnig er veruleikinn sá að ég þarf að kaupa einhvers konar fríðindafargjald til að geta haft þann möguleika að afbóka mig og fá kostnaðinn endurgreiddan. Á mánudagsmorgni fer ég í blóðprufu hér á Egilsstöðum og það getur komið upp að ég geti ekki farið í lyfjameðferð. Þá verð ég að geta afbókað mig. Þetta þýðir mun hærri kostnað en ella. Ég er bæði búin að reyna að tala við flugfélagið og Sjúkratryggingar en svo virðist vera sem ekki sé hægt að koma til móts við okkur hvað þetta varðar,“ bætir Linda Sæberg við. Krabbameinsáætlun Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í janúar á þessu ári að heilbrigðisáætlun yrði í gildi til ársins 2030 í samræmi við tillögu um heilbrigðisstefnu. Skýrsla ráðgjafarhóps sem setti saman áætlunina er afar viðamikil og tekur til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð. Hins vegar er ekki að finna í áætluninni markmið um að koma til móts við aðila sem greinast með krabbamein og búa fjarri höfuðborgarsvæðinu; í sem mestri fjarlægð frá sérhæfðri lyfjameðferð krabbameinslækninga. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Það er mun kostnaðarsamara fyrir fólk að greinast með krabbamein ef það býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður sem fer í ferðalög er aðeins að hluta til greiddur af sjúkratryggingum sem veldur því að fjárhagsáhyggjur leggjast ofan á áhyggjur af veikindum. Linda Sæberg Þorgeirsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í desember síðastliðnum og þarf á þriggja vikna fresti að undirgangast erfiða lyfjameðferð en aðeins brot af meðferðinni getur hún tekið í heimabyggð. Linda býr ásamt fjölskyldu sinni á Egilsstöðum. „Frá því ég greindist erum við búin að leggja um 1.300 þúsund í kostnað vegna krabbameinsins og aðeins hluta þess fáum við endurgreiddan,“ segir Linda. „Ég þarf að taka börnin mín með mér þar sem ég hef ekki stuðningsnet til að taka við þeim því ég þarf að vera frá í fimm daga. Ég fæ aðeins greitt fyrir sjálfa mig og aðstoðarmann sem er maðurinn minn. Hins vegar verður hann fyrir miklu tekjutapi í þessum veikindum sem við fáum ekki greitt.“Dapur veruleiki Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands, segir það ólíku saman að jafna að greinast með krabbamein á landsbyggðinni og í höfuðborginni. Veruleikinn sem við búum við sé á þann veg að sérhæfða heilbrigðisþjónustu er aðeins hægt að fá á tiltölulega fáum stöðum hér á landi. 'Það liggur í hlutarins eðli að það er meiri pakki þegar fólk þarf að fara af heimilinu og vera í burtu. Bæði er það fjárhagslega erfiðara en líka verður félagslega meira álag á alla. Að einhverju leyti er þetta veruleikinn sem við búum við. Það er þannig að það geta ekki allir fengið krabbameinsmeðferð í heimabyggð vegna fámennis. Hins vegar hefur það aukist að verið er að gefa meðferðir víða um land með öflugum stuðningi frá Landspítala. Það hefur breytt myndinni gagnvart einhverjum en alls ekki gagnvart öllum.“Guðlaug B. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags ÍslandsInga Rún Sigfúsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Austurlands, segir það vera meira mál að greinast úti á landi. „Já, það er það eins og staðan er í dag en við hjá Krabbameinsfélaginu reynum allt til að standa við bakið á okkar fólki,“ segir Inga Rún. „Hins vegar er það þungt að þurfa að sækja þjónustu til höfuðborgarinnar og mikil útgjöld samfara því að vera fjarri heimili sínu.“ Linda Sæberg segir að samtöl við Sjúkratryggingar Íslands og Flugfélag Íslands hafi ekki hjálpað til við að koma til móts við fjölskylduna. „Það að veikjast úti á landi er allt annar pakki en ef við byggjum í námunda við höfuðborgina. Við þurfum að taka fjölskylduna og pakka henni ofan í tösku. Það er ekkert val að fara til Reykjavíkur heldur þarf ég að fara,“ segir Linda. „Einnig er veruleikinn sá að ég þarf að kaupa einhvers konar fríðindafargjald til að geta haft þann möguleika að afbóka mig og fá kostnaðinn endurgreiddan. Á mánudagsmorgni fer ég í blóðprufu hér á Egilsstöðum og það getur komið upp að ég geti ekki farið í lyfjameðferð. Þá verð ég að geta afbókað mig. Þetta þýðir mun hærri kostnað en ella. Ég er bæði búin að reyna að tala við flugfélagið og Sjúkratryggingar en svo virðist vera sem ekki sé hægt að koma til móts við okkur hvað þetta varðar,“ bætir Linda Sæberg við. Krabbameinsáætlun Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í janúar á þessu ári að heilbrigðisáætlun yrði í gildi til ársins 2030 í samræmi við tillögu um heilbrigðisstefnu. Skýrsla ráðgjafarhóps sem setti saman áætlunina er afar viðamikil og tekur til margra þátta. Fjallað er um faraldsfræði krabbameina, skráningar þeirra, forvarnir og heilsugæslu, rannsóknir og gæðastjórnun, meðferðarþætti og mannafla, endurhæfingu, eftirfylgni og líknarmeðferð. Hins vegar er ekki að finna í áætluninni markmið um að koma til móts við aðila sem greinast með krabbamein og búa fjarri höfuðborgarsvæðinu; í sem mestri fjarlægð frá sérhæfðri lyfjameðferð krabbameinslækninga.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira