Jovic fór á kostum á síðustu leiktíð hjá Frankfurt sem fór alla leið í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar og gerðu vel í þýsku úrvalsdeildinni.
Jovic gerði sautján mörk í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem hann gerði tíu mörk í Evrópudeildinni. Hann var svo keyptur til spænska stórliðsins á 60 milljónir evra.
There are problems at @realmadriden
— MARCA in English (@MARCAinENGLISH) August 14, 2019
Last season was bad, and this pre-season hasn't been much better
Los Blancos are being brutally examined
https://t.co/G46ylZfVsnpic.twitter.com/xwEb5MrplT
Það hefur hins vegar ekki gengið sem skildi. Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er ekki talinn hrifinn af framherjanum sem hefur lítið sem ekkert sýnt á undirbúningstímabilinu.
Einnig hefur hann verið mikið meiddur og Frakkinn er ekki talinn aðdáandi Jovic. Þessi 22 ára gamli framherji gæti því þurft að finna sér nýtt félag áður en glugginn lokar.