Viðbúið að skiptar skoðanir verði um sameiningu sveitarfélaga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. ágúst 2019 12:04 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur það jákvætt skref að lögbinda lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Það kæmi henni aftur á móti ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. Boðað hefur verið til auka landsþings þar sem fjallað verður um þingsályktunartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birti í samráðsgátt í gær stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum. Í aðgerðaáætluninni eru lagðar til ellefu aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, átti sæti í hópnum sem vann tillögurnar þar sem meðal annars er lagt til að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags verði að minnsta kosti þúsund íbúar.Sjá einnig: Vilja fækka sveitarfélögum um 40 á sjö árum „Það voru 229 sveitarfélög þegar flest var, þau eru komin niður í 72 og það eru 40 sveitarfélög með færri en þúsund íbúa eða meira en helmingur sveitarfélaga á Íslandi, þannig að það er nokkuð ljóst að sveitarstjórnarstigið mun breytast,“ segir Aldís.Íbúafjöldi á Seyðisfirði er 685 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu bæjarins svo dæmi sé nefnt.Vísir/VilhelmHún telur breytingarnar geta verið mjög til bóta fyrir sveitarfélög en aðspurð segir hún að það kæmi ekki á óvart þótt tillagan mæti andstöðu. „Ég á alveg von á því að það verði skiptar skoðanir enda það er bara eðlilegt. Það er verið að leggja til í grunninn lögþvingaðar sameiningar, þó sveitarfélög geti valið það með hverjum og hverjum þau sameinast. En það er samt sem áður þarna verið að gera ráð fyrir að það verði bara sett í lög lágmarksíbúafjöldi þannig að það sé ekki lengur valkostur að sveitarfélög séu jafn smá eins og þau eru í dag.“ Sambandið hefur þó ekki tekið formlega afstöðu til tillagnanna. „Samkvæmt stefnumörkun sem við samþykktum á landsþingi fyrir ári síðan, þá styður sambandið stækkun og eflingu sveitarfélaga, en það er landsfundar að ákveða frekari stefnumörkun og þess vegna höfum við boðað til aukalandsþings sem verður haldið núna 6. september, þar sem við ætlum að ræða einmitt þessa þingsályktunartillögu,“ segir Aldís.Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira