Samkvæmt skilmálum skilnaðarins þarf MacKenzie að afsala atkvæðarétti sínum innan fyrirtækisins til Jeff Bezos í staðinn fyrir eignarhlutinn.
Hún mun einnig gefa eftir eignarhlut í dagblaðið Washington Post og í geimferðafyrirtæki Jeff Bezos sem nefnist Blue Origin.
Amazon er verðmetið á 890 milljarða Bandaríkjadala og nemur því fjögurra prósenta hlutur MacKenzie í fyrirtækinu um 35 milljörðum Bandaríkjadala.
Þau höfðu verið gift í 25 ár og kynntust því áður en Bezos stofnaði Amazon árið 1994. Var MacKenzie á meðal fyrstu starfsmanna fyrirtæksins.
Í dag er Amazon gríðarstór vefverslun en fyrirtækið seldi vörur fyrir 232 milljarða Bandaríkjadala í fyrra.
MacKenzie er fær rithöfundur sem hefur gefið út tvær bækur, The Testing of Luther Albrigt og Traps, en hún nam ritlist hjá Pulitzer-verðlaunahafanum Toni Morrison.
— MacKenzie Bezos (@mackenziebezos) 4 April 2019