Wikileaks: Assange vísað út úr sendiráði Ekvador innan skamms Atli Ísleifsson skrifar 4. apríl 2019 23:23 Julian Assange á svöldum sendiráðs Ekvador í London árið 2017. Getty Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verður vísað úr sendiráði Ekvador í London innan skamms. Frá þessu greinir WikiLeaks á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem vísað er í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. WikiLeaks segir að Assange verði vísað út á næstu klukkustundum eða dögum. Verður INA-hneykslismálið svokallaða notað sem yfirskyn en það snýr að ásökunum á hendur Lenín Moreno, forseta Ekvador, vegna spillingar og að hann hafi hagnast á aflandsreikningum í Panama. Þá segir WikiLeaks einnig að ekvadorsk og bresk yfirvöld hafi nú þegar náð samkomulagi um að Assange verði handtekinn. BREAKING: A high level source within the Ecuadorian state has told @WikiLeaks that Julian Assange will be expelled within "hours to days" using the #INAPapers offshore scandal as a pretext--and that it already has an agreement with the UK for his arrest.https://t.co/adnJph79wq — WikiLeaks (@wikileaks) April 4, 2019 Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðinu í London frá árinu 2012. Assange leitaði hælis þangað til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Assange hefur jafnframt sagst óttast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Talsvert hefur verið fjallað um vist Assange í sendiráðinu og greindi Moreno nýverið frá því að Assange hafi þverbrotið margar þær reglur sem honum hafi verið settar fyrir því að fá að dvelja í sendiráðinu. Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verður vísað úr sendiráði Ekvador í London innan skamms. Frá þessu greinir WikiLeaks á Twitter-síðu sinni í kvöld þar sem vísað er í ónafngreindan heimildarmann þeirra innan ekvadorska stjórnkerfisins. WikiLeaks segir að Assange verði vísað út á næstu klukkustundum eða dögum. Verður INA-hneykslismálið svokallaða notað sem yfirskyn en það snýr að ásökunum á hendur Lenín Moreno, forseta Ekvador, vegna spillingar og að hann hafi hagnast á aflandsreikningum í Panama. Þá segir WikiLeaks einnig að ekvadorsk og bresk yfirvöld hafi nú þegar náð samkomulagi um að Assange verði handtekinn. BREAKING: A high level source within the Ecuadorian state has told @WikiLeaks that Julian Assange will be expelled within "hours to days" using the #INAPapers offshore scandal as a pretext--and that it already has an agreement with the UK for his arrest.https://t.co/adnJph79wq — WikiLeaks (@wikileaks) April 4, 2019 Assange hefur verið undir verndarvæng stjórnvalda í Ekvador og hafst við í sendiráðinu í London frá árinu 2012. Assange leitaði hælis þangað til að forðast rannsókn á kynferðisbroti í Svíþjóð og ákæru í Bretlandi fyrir að brjóta gegn lausn sem hann hlaut þar gegn tryggingu. Assange hefur jafnframt sagst óttast það að verða framseldur til Bandaríkjanna. Talsvert hefur verið fjallað um vist Assange í sendiráðinu og greindi Moreno nýverið frá því að Assange hafi þverbrotið margar þær reglur sem honum hafi verið settar fyrir því að fá að dvelja í sendiráðinu.
Bretland Ekvador WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03 Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Segja Breta hafa lofað að framselja Assange ekki Lenin Moreno, forseti Ekvador, sagði í viðtali í dag að hann hefði fengið skriflegt loforð Breta um að framselja Assange ekki til neins lands þar sem hann gæti verið dæmdur til dauða. 6. desember 2018 17:03
Rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks teygir anga sína til Íslands Kristinn Hrafnsson segist hafa heimildir fyrir því að einstaklingi á Íslandi hafi verið boðin friðhelgi fyrir saksókn gegn því að hann bæri vitni gegn Julian Assange. 24. janúar 2019 20:52