Eggjum kastað eftir myndbirtingar tónlistarmanna: „Krakkarnir mega endilega koma og þrífa húsið“ Andri Eysteinsson skrifar 8. desember 2019 12:30 Eggjum var kastað í það sem talið var vera hús ritstjóra DV. Vísir/Vilhelm Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Eggjum var kastað í heimili Bóelar Guðlaugardóttur í gærkvöldi eftir að myndir af heimili hennar birtust á Instagram hjá nokkrum þekktum íslenskum listamönnum. Þar á meðal rapparans Herra Hnetusmjörs og leikarans Arons Más Ólafssonar, Aronmola. Birtu þeir myndirnar í Instagram-story þar sem þeir töldu að um væri að ræða heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttir, ritstjóra DV. DV birti á prenti myndir af heimilum ýmissa þekktra tónlistarmanna. Þar á meðal heimili Herra Hnetusmjörs, söngkvennanna GDRN og Bríetar og söngvaranna Auðar og Flóna. Bóel segir í samtali við Vísi að gærkvöldið hafi verið skrýtið en Bóel fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær.„Við erum í rólegheitum heima þegar við heyrum dynk, eins og sé verið að henda snjóboltum í rúðuna,“ segir Bóel og bætir við að hverfið sem fjölskyldan býr í sé fjölskylduvænt og því mikið af börnum á ferð.Bóel segir að þegar „snjóboltarnir“ hafi orðið nokkuð margir hafi þau athugað málið og séð eggjarauðurnar á húsinu. Hún hafi þá séð hóp af því sem hún telur vera 12 til 14 ára krakka hlaupa í burtu frá húsinu.Setti Bóel þá myndir af eggjunum á Facebook-hóp íbúa hverfisins og hvatti foreldra til þess að biðja börn sín um að virða eigur annarra. Var henni þá bent á, í ummælum við myndina, umfjöllun um myndbirtingu tónlistarmanna á Instagram.Sjá einnig: Stjörnurnar kalla eftir sniðgöngu DV„Þá sendum við strax skilaboð á þá. Þeir voru fljótir að bregðast við, birtu leiðréttingu og báðust afsökunar,“ segir Bóel.Bóel segir að enn sem komið er hafi enginn gefið sig fram og viðurkennt að hafa kastað eggjunum. „Ef þessir krakkar gefa sig fram, þá mega þeir endilega koma og þrífa húsið,“ segir Bóel.Fréttastofa náði tali af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV en hún vildi ekki tjá sig um málið.Margir eru ósáttir við umfjöllun DV.Skjáskot
Fjölmiðlar Reykjavík Samfélagsmiðlar Tónlist Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira