Segir misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega Stefán Ó. Jónsson og Atli Ísleifsson skrifa 8. desember 2019 14:15 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins. vísir/vilhelm Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór. Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Formaður Kennarasambands Íslands segir aukna misskiptingu í menntakerfinu óhugnanlega og kallar eftir auknum stuðningi við kennara og foreldra, til að efla námsárangur barna. Breytingar á kjarasamningum kennara gætu aðstoðað í þeim efnum, að mati formanns Samtaka sjálfstæðra skóla. Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnun, en niðurstöður hennar voru kynntar í liðinni viku. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við frá aldamótum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla og Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, tóku þátt í umræðum á Sprengisandi fyrr í dag. Hlusta má á umræðurnar í heild sinni að neðan. Alvarlegar niðurstöður Sara Dögg telur niðurstöður könnunarinnar alvarlegar og vill horfa til breytinga á kjarasamningum kennara, sem hún segir stýra starfi kennara of mikið. „Mér eiginlega bara brá. Það eru rosalega íþyngjandi ákvæði í þessum kjarasamningi um hvað kennari má og hvað hann má ekki. Undarleg, fyrir árið 2019, ákvæði í kjarasamningi hvað kennari á að gera milli kennslustunda, við hverja hann á að tala – það er skilgreint í kjarasamningum. Mér finnst þetta orðið stórskrýtið.“ Sara Dögg Svanhildardóttir. Ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöðurnar Þó svo að formaður Kennarasambandsins sé ekki sammála Söru Dögg í þessum efnum segir hann ekki tilefni til að sykurhúða niðurstöður Pisa-könnunarinnar. „Við skulum bara orða þetta eins og það er. Það er allt of stór hluti íslensku þjóðarinnar og alltof stór hluti barna, er illa læs,“ segir Ragnar Þór Pétursson sem segir að leggja þurfi sérstaka áherslu á dýpra læsi. „Þegar kemur að læsi á flókin hugtök á þennan fágætari orðaforða og tæknilegri og flóknari orðaforða, þar liggur vandamálið.“ Efla kennara og foreldra Ragnar Þór segir vandan þó fjölþættan. „Það þarf að bera virðingu fyrir flækjustiginu og efla þá sem þurfa að taka á þessum vanda, sem á endanum eru kennararnir og foreldrarnir í sameiningu með stuðningi allra hinna.“ Jafnframt sé mikilvægt að sporna við aukinni misskiptingu í menntakerfinu. „Þessi félagslega skipting sem við erum farin að sjá sem er að verða óhugnanlega mikil milli ríkra og fátækra, milli landshluta og höfuðborgarsvæðis. Þetta er grundvallarspurning um um hvers konar samfélag við viljum vera og við þurfum að taka á því,“ segir Ragnar Þór.
Skóla - og menntamál Sprengisandur PISA-könnun Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54