Óttast að Tyrkir fái sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 12:30 Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Lundúnum um helgina. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins sóttu hart að Tyrkjum vegna innrásarinnar í Sýrland á ársfundi bandalagsins í Lundúnum um helgina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sótti fundinn. Þrátt fyrir að reiðialda sé risin í alþjóðasamfélaginu með tilheyrandi viðskiptaþvingunum óttast hún að þegar uppi er staðið muni Tyrkir fá sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga.Fengu á sig harða gagnrýni Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi hernaðarbandalagsins og ljóst var að ákvarðanir bæði forseta Bandaríkjanna og Tyrklands hvíldu mjög þungt á fólki. „Fulltrúar velflestra landa voru mjög afdráttarlausir. Hvort sem við tölum um Hollendinga Breta, Belga, Norðmenn, Frakka, Þjóðverja. Þeir voru mjög afdráttarlausir þar sem verið var að lýsa yfir fordæmingu á þessu atferli Tyrkja. Tyrkir, sjálfir, fjölmenntu á fundinn eins og þeir gera iðulega og eðlilega héldu uppi sínum vörnum en þeir fengu á sig verulega gagnrýni.“ Þorgerður Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki ótvírætt fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja. „Ég hef lýst því yfir að ég hefði kosið að sjá þau ganga lengra. Mér finnst þau ekki hafa ótvírætt fordæmt þetta. Hins vegar greinir maður líka að það er ekki algjör samhljómur hjá stjórnarflokkunum,“ segir Þorgerður. Vinstri græn vilji ganga mun lengra en hinir stjórnarflokkarnir.Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum.EPA/ERDEM SAHINVinur er sá er til vamms segir „Við verðum líka að horfa til þess að Bandaríkjamenn eru búnir að vera okkar mikilvægasta bandalagsþjóð á sviði öryggis- og varnarmála í gegnum tíðina en það er líka þannig að vinur er sá er til vamms segir.“ Stjórnvöld og Íslendingar í heild, megi ekki gefa neina afslætti af grundvallarhugsjónum og mikilvægt er að tala hispurslaust. „Íslendingar verðum að hafa það hugfast að þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá skiptir hver rödd sem talar fyrir mannréttindum og friði máli. […] Það þarf að tala hreint út og það þarf að hafa hátt. Við eigum að vera ófeimin að tala yfir þeim gildum sem íslenskt samfélag fram til þessa hefur viljað standa vörð um.“ Hvernig metur þú stöðuna?„Staðan er mjög alvarleg. Þetta er svolítið snúið fyrir NATO-þjóðirnar, Evrópuþjóðirnar, ásamt Bandaríkjunum að hreyfa sig í þessu að því leytinu til að ef við horfum til Úkraínu, þá fordæmdum við þá [Rússa vegna innlimunar Krímskaga], við vorum reið, við vorum með alls konar yfirlýsingar en eftir stendur að Rússar eru með Krímskagann. Það hefur ekkert gerst. Ég er svolítið hrædd um að það sama gerist með Tyrki. Þeir fá yfir sig reiðiöldu, hugsanlega einhverjar viðskiptaþvinganir en þegar upp er staðið hafa þeir fengið sitt fram. Og það er það sem er sorglegt í þessu.“ Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00 Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins sóttu hart að Tyrkjum vegna innrásarinnar í Sýrland á ársfundi bandalagsins í Lundúnum um helgina. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sótti fundinn. Þrátt fyrir að reiðialda sé risin í alþjóðasamfélaginu með tilheyrandi viðskiptaþvingunum óttast hún að þegar uppi er staðið muni Tyrkir fá sínu framgengt líkt og Rússar á Krímskaga.Fengu á sig harða gagnrýni Framganga Tyrkja í Norðurhluta Sýrlands var fyrirferðarmikið umfjöllunarefni á ársfundi hernaðarbandalagsins og ljóst var að ákvarðanir bæði forseta Bandaríkjanna og Tyrklands hvíldu mjög þungt á fólki. „Fulltrúar velflestra landa voru mjög afdráttarlausir. Hvort sem við tölum um Hollendinga Breta, Belga, Norðmenn, Frakka, Þjóðverja. Þeir voru mjög afdráttarlausir þar sem verið var að lýsa yfir fordæmingu á þessu atferli Tyrkja. Tyrkir, sjálfir, fjölmenntu á fundinn eins og þeir gera iðulega og eðlilega héldu uppi sínum vörnum en þeir fengu á sig verulega gagnrýni.“ Þorgerður Katrín segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki ótvírætt fordæmt hernaðaraðgerðir Tyrkja. „Ég hef lýst því yfir að ég hefði kosið að sjá þau ganga lengra. Mér finnst þau ekki hafa ótvírætt fordæmt þetta. Hins vegar greinir maður líka að það er ekki algjör samhljómur hjá stjórnarflokkunum,“ segir Þorgerður. Vinstri græn vilji ganga mun lengra en hinir stjórnarflokkarnir.Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum.EPA/ERDEM SAHINVinur er sá er til vamms segir „Við verðum líka að horfa til þess að Bandaríkjamenn eru búnir að vera okkar mikilvægasta bandalagsþjóð á sviði öryggis- og varnarmála í gegnum tíðina en það er líka þannig að vinur er sá er til vamms segir.“ Stjórnvöld og Íslendingar í heild, megi ekki gefa neina afslætti af grundvallarhugsjónum og mikilvægt er að tala hispurslaust. „Íslendingar verðum að hafa það hugfast að þrátt fyrir að vera lítil þjóð þá skiptir hver rödd sem talar fyrir mannréttindum og friði máli. […] Það þarf að tala hreint út og það þarf að hafa hátt. Við eigum að vera ófeimin að tala yfir þeim gildum sem íslenskt samfélag fram til þessa hefur viljað standa vörð um.“ Hvernig metur þú stöðuna?„Staðan er mjög alvarleg. Þetta er svolítið snúið fyrir NATO-þjóðirnar, Evrópuþjóðirnar, ásamt Bandaríkjunum að hreyfa sig í þessu að því leytinu til að ef við horfum til Úkraínu, þá fordæmdum við þá [Rússa vegna innlimunar Krímskaga], við vorum reið, við vorum með alls konar yfirlýsingar en eftir stendur að Rússar eru með Krímskagann. Það hefur ekkert gerst. Ég er svolítið hrædd um að það sama gerist með Tyrki. Þeir fá yfir sig reiðiöldu, hugsanlega einhverjar viðskiptaþvinganir en þegar upp er staðið hafa þeir fengið sitt fram. Og það er það sem er sorglegt í þessu.“
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Tyrkland Tengdar fréttir Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30 Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00 Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45 Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Segir innrás Tyrkja beint gegn hryðjuverkamönnum Kúrda Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sendi Fréttablaðinu grein sem birt var á frettabladid.is í gær. Þar rekur hann ástæður Tyrklandsstjórnar fyrir innrásinni í Kúrdahéröð Sýrlands. 16. október 2019 06:30
Erdogan hafnar kröfum Bandaríkjamanna Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess af Tyrklandsforseta að hann hætti samstundis stríðsrekstri sínum í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 07:00
Átökin í norðurhluta Sýrlands að flækjast Sýrlandsher berst með Kúrdum á einum stað en gegn þeim á öðrum. Tyrkir og málaliðar þeirra segjast hafa náð tveimur borgum. Á meðan sleppa Kúrdar fjölskyldum ISIS og Bandaríkjamenn færa herafla frá Sýrlandi til Sádi-Arabíu. 15. október 2019 06:45
Erdogan skiptir um skoðun og ætlar að hitta Mike Pence Hann segir að hann muni eingöngu ræða við Donald Trump, forseta, um mögulegt vopnahlé í norðausturhluta Sýrlands. 16. október 2019 11:29