Steingrímur hellti sér yfir Halldóru Mogensen í hliðarsal þingsins Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2019 12:00 Steingrímur hellti sér yfir Halldóru í vitna viðurvist. Hann hefur nú beðið Halldóru afsökunar en þau á þinginu velta fyrir sér hvað valdi hinu grama geði forsetans. visir/vilhelm Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni. Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veittist í vikunni að Halldóru Mogensen, þingflokksformanni Pírata, með ókvæðisorðum. Hann hreytti út úr sér reiður mjög einhverju á þessa leið; hvernig er það eiginlega með þig manneskja, er ekki hægt að eiga við þig orðastað undir fjögur augu án þess að það leki út um allt? Ef þú ætlar að haga þér svona hef ég ekkert meira við þig að ræða. Halldóru var brugðið að þurfa að sitja undir öðrum eins skömmum og þessum en vitni sem Vísir hefur rætt við fylgdust forviða með hinum vanstillta og reiða forseta þingsins sýna framgöngu sem þeir sem sáu vilja kenna við fautaskap. Vísir bar þetta undir Halldóru sem segir þetta rétt. „Hann er reyndar búinn að biðja mig afsökunar og ég tók það gott og gilt,“ segir Halldóra og útskýrir tildrög þessa upphlaups. Það var sameiginlegur skilningur þingmanna að slíta ætti þingfundi klukkan fimm vegna óveðursins. Öskraði á Halldóru í vitna viðurvist „Það var stefnt að því en svo fengum við þær fregnir af skrifstofunni að það væri ekki frágengið. Þá fór ég að spyrja forseta frammi í matsal og hann útskýrði þar eins og ég sagði þegar ég fór uppí pontu eftir á, að það væri útlit fyrir að við yrðum lengur. Þetta var ekkert einkasamtal, margir sem heyrðu það sem forseti sagði. Við ákváðum að fara í fundarstjórn; um hvenær við fengjum að fara heim, meðal annars í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að setja status á Facebook-síðu sína og biðja fólk að vera heima,“ útskýrir Halldóra. Í þingsal. Forseti þingsins hefur verið geðstirður að undanförnu og átt erfitt með að sýna þá stillingu sem hæfir hinu virðulega embætti sem hann gegnir.visir/vilhelm „Hann öskraði á mig fyrir framan alla þarna í hliðarherberginu. Helga Vala [Helgadóttir þingmaður Samfylkingar] var þarna líka og krafðist þess að fá að vita hvenær hann ætlaði að slíta fundi?“ Þá rauk Steingrímur inn í þingsal og hreytti út úr sér við Willum Þór Þórsson varaforseta: „Slíttu fundi!“ Væringar milli Pírata og Steingríms Vísir hefur þegar greint frá væringum milli Pírata og Steingríms en Halldóra sagði úr ræðustóli þingsins að Steingrímur væri stöðugt að trufla þingmenn Pírata í þeirra ræðum og ávíta fyrir að fara út fyrir umræðuefnið. Píratar kvörtuðu undan þess, töldu hann mismuna þingmönnum; stjórnarþingmenn þyrftu ekki að búa við annað eins og þetta. „Þá varð hann mjög reiður,“ segir Halldóra. Þeir sem Vísir hefur rætt við vilja tengja hið stirða skap Steingríms við undirliggjandi vanda innan stjórnarsamstarfsins að þar eigi flokkarnir erfitt með að koma sér saman um nokkurn skapaðan hlut og er til dæmis fjölmiðlafrumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra haft til marks um þetta. Í kjölfarið þessa hefur reynst erfitt að láta störf þingsins ganga fram með eðlilegum hætti, eins og Vísir greindi frá í vikunni.
Alþingi Tengdar fréttir Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44 Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Upp úr sauð á Alþingi: Þingmenn sakaðir um ómerkilegheit og skítlega framkomu Það var mikill hasar og læti við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og um atkvæðagreiðslu um afbrigði. 10. desember 2019 14:44
Stormasamt milli Pírata og Steingríms í þingsal Halldóra Mogensen telur forseta þingsins mismuna þingmönnum með bjölluslætti sínum. 10. desember 2019 14:35
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði