Lognið á undan storminum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 07:05 Það verður bjart víðast hvar á landinu í dag og hægur vindur. Skjáskot/veðurstofa íslands Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings eru þessir tveir dagar kallaðir „lognið á undan storminum“ því strax á föstudag ganga skil yfir landið með suðaustan hvassviðri og rigningu. Fremur kalt loft er yfir landinu og víða frost, einkum inn til landsins. Reikna má með að frostið harðni í kvöld og nótt enda víða hægur vindur og léttskýjað og því mikil útgeislun. Þá ganga éljabakkar inn á land norðaustantil og verða jafnvel á stangli við norðvesturströndina einnig. „Í öðrum landshlutum verður bjartur og fallegur dagur. Svipað veðurútlit er fyrir fimmtudaginn en þó minnkandi éljagangur NA-lands. Segja má að þetta sé lognið á undan storminum því skil munu nálgast landið úr vestri með suðaustan hvassviðri og rigningu, fyrst vestast aðfaranótt föstudags,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá kólnar aftur þegar skilin ganga yfir landið og búast má við skárra veðri strax á sunnudag. „Það hlánar með þessu en það getur tekið tíma fyrir vindinn að koma hreyfingu á kalda loftið og því ekki ólíklegt að úrkoman byrji sums staðar sem snjókoma eða slydda. Þegar skilin ganga yfir landið, fyrst V-til um og upp úr hádegi á föstudag, tekur við hægari suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnar aftur í veðri. Það stefnir því í útsynning með éljum á laugardag en útlit fyrir að veður skáni á sunnudag.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítilsháttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.Á föstudag:Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.Á laugardag:Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt. Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það er bjartur og fallegur dagur fram undan víðast hvar á landinu og gera má ráð fyrir svipuðu veðri á morgun. Í hugleiðingum veðurfræðings eru þessir tveir dagar kallaðir „lognið á undan storminum“ því strax á föstudag ganga skil yfir landið með suðaustan hvassviðri og rigningu. Fremur kalt loft er yfir landinu og víða frost, einkum inn til landsins. Reikna má með að frostið harðni í kvöld og nótt enda víða hægur vindur og léttskýjað og því mikil útgeislun. Þá ganga éljabakkar inn á land norðaustantil og verða jafnvel á stangli við norðvesturströndina einnig. „Í öðrum landshlutum verður bjartur og fallegur dagur. Svipað veðurútlit er fyrir fimmtudaginn en þó minnkandi éljagangur NA-lands. Segja má að þetta sé lognið á undan storminum því skil munu nálgast landið úr vestri með suðaustan hvassviðri og rigningu, fyrst vestast aðfaranótt föstudags,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Þá kólnar aftur þegar skilin ganga yfir landið og búast má við skárra veðri strax á sunnudag. „Það hlánar með þessu en það getur tekið tíma fyrir vindinn að koma hreyfingu á kalda loftið og því ekki ólíklegt að úrkoman byrji sums staðar sem snjókoma eða slydda. Þegar skilin ganga yfir landið, fyrst V-til um og upp úr hádegi á föstudag, tekur við hægari suðvestanátt með skúrum og síðar éljum og kólnar aftur í veðri. Það stefnir því í útsynning með éljum á laugardag en útlit fyrir að veður skáni á sunnudag.“Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ fimmtudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og léttskýjað, en lítilsháttar él með NA-ströndinni. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Vaxandi sunnanátt vestast um kvöldið og þykknar upp.Á föstudag:Hvöss sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar, en slyddu eða snjókomu í fyrstu fyrir norðan. Hægari vestlæg átt með deginum, fyrst vestantil undir hádegi, með skúrum eða éljum og kólnar aftur.Á laugardag:Suðvestlæg átt, 5-13 m/s og él, en léttskýjað austantil á landinu. Víða frostlaust við vesturströndina, en annars frost 1 til 7 stig og kaldast í innsveitum norðaustanlands.Á sunnudag:Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en stöku él við norðurströndina. Hiti breytist lítið.Á mánudag:Útlit fyrir suðaustlæga átt og hlýnandi veður. Smáskúrir eða él S-lands, en annars þurrt.
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira