Frjálslyndir stúdentar sameinast gegn sósíalisma Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2019 15:39 Frá stofnfundi samtakanna. Á myndinni eru (frá vinstri): Axel Ingi Ólafsson, Páll Gestsson, Jakob Andri, Davíð Snær Jónsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Magnús Geir Björnsson og Sverrir Ólafur Torfason. SFH Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“ Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Hópur stúdenta hefur stofnað nýtt félag, Samtök frjálslyndra háskólanema. Þetta kemur fram í tilkynningu sem fréttastofu barst í dag. Í tilkynningunni segir að samtökin hafi verið stofnuð með það að leiðarljósi að breiða út hugmyndafræði frjálshyggjunnar og að þeim háskólanemum sem styðji hugmyndafræði undir merkjum frjálshyggju fari ört fjölgandi. Stofnmeðlimir hafi séð ríka ástæðu fyrir stofnun samtakanna vegna rísandi „sósíalískra afla í samfélaginu.“ „Á tímum sem þessum er mikilvægt að þeir sem trúa á framtak einstaklingsins, til athafna, komi saman, ræði ólíkar hugmyndir og ekki síst lausnir við þeim vandamálum sem samfélagið kann að standa frammi fyrir á hverjum tíma. Ríkisvaldið er ekki best tilfallið, til að leysa öll vandamál samfélagsins,“ segir í tilkynningu samtakanna. Davíð Snær Jónsson, fyrrum formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema er formaður samtakanna. Meðlimir samtakanna eru eftirfarandi:Aðalmenn: Davíð Snær Jónsson (formaður), Jakob Andri, Magdalena Anna Torfadóttir, Elvar Egilsson, Jóhann Hinrik Jónsson, Arnaldur Árnason og Sverrir Ólafur Torfason.Varamenn: Páll Gestsson, Axel Ingi Ólafsson, Magnús Geir Björnsson, Sigurjón Gauti Friðriksson og Sigurður Ingvi Gunnþórsson.Davíð Snær Jónsson, formaður Samtaka frjálslyndra háskólanema.AðsendByggja á grunnhugmynd frjálshyggjunnar „Grunnhugmyndin að stofnun Samtaka frjálslyndra háskólanema er sú að það er ekki til neitt slíkt félag á Íslandi. Við teljum að margir einstaklingar í háskóla geti sammælst okkur um hugmyndafræðina þó menn geti að vísu tekist á um útfærslurnar,“ segir formaðurinn, Davíð Snær Jónsson, í samtali við fréttastofu. „Við stefnum að því að vinna með grunnhugmynd frjálshyggjunnar, ræða mál líðandi stundar og útfærslur þeirra og mynda okkur skoðanir á þeim.“ Davíð segir samtökin ætla að dreifa út hugmyndafræði frjálshyggjunnar þar sem stofnmeðlimir hafi fundið fyrir því að frjálslyndum háskólanemum fjölgi hratt. „Við ætlum að mennta, fræða og styrkja þessa frelsisþenkjandi einstaklinga í háskólum með greinaskrifum, málþingum, kappræðum og hvað eina. Við erum að fókusa á þrjú grundvallar stefnuatriði. Efnahagslegt frelsi, akademískt frelsi og frelsi einstaklingsins.“ Aðspurður segir Davíð ekki ætlun samtakanna að láta til sín taka á sviði stúdentapólitíkurinnar. „Við erum ekki að fara í einhverja pólitíska baráttu innan háskólanna, til dæmis gegn Vöku eða Röskvu.“
Skóla - og menntamál Stj.mál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent